Starfsfólki sendiráðsins í Moskvu var ógnað

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi utanríkisráðherra, kallaði Mík­haíl Noskov, sendiherra …
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi utanríkisráðherra, kallaði Mík­haíl Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi, á sinn fund og tilkynnti honum um ákvörðunina. Árni Þór Sigurðsson var sendiherra Íslands í Moskvu. Samsett mynd

Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra, seg­ir í sam­tali við frétta­stofu Rúv, ekki hafa verið hægt að tryggja ör­yggi starfs­manna sendi­ráðs Íslands í Moskvu í aðdrag­anda þess að sendi­ráðinu var lokað í ág­úst 2023.

Lok­un sendi­ráðs Íslands í Moskvu vakti mikla at­hygli um all­an heim en Ísland varð fyrst allra ríkja til að leggja niður starf­semi sendi­ráðs í Rússlandi eft­ir að inn­rás­ar­stríð Rússa í Úkraínu hófst.

Rúss­ar hafi brot­ist inn á heim­ili starfs­manna

Fyrst var fjallað um málið í breska dag­blaðinu Daily Express en þar kem­ur fram að brot­ist hafi verið inn á heim­ili starfs­manna í þeim til­gangi að hræða þá og sýna fram á að Rúss­ar hefðu aðgang að íbúðum þeirra eft­ir henti­semi.

Meðal yf­ir­lýs­inga Rússa í tengsl­um við inn­brot­in var að kjöti var komið fyr­ir í ís­skáp græn­met­isætu, log­andi síga­retta notuð til að gera bruna­för og gluggi skil­inn eft­ir op­inn í íbúð starfs­manns.

Daily Express full­yrðir að rúss­neska leyniþjón­ust­an hafi borið ábyrgð á inn­brot­un­um og áreit­inu.

Þór­dís seg­ir ör­yggi starfs­manna hafa haft áhrif á þá ákvörðun að leggja sendi­ráðið niður en aðrar ástæður hafi einnig verið fyr­ir ákvörðun­inni á sín­um tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert