„Þá verð ég Borgarleikhússtjóri allra“

Egill býður öllum í Borgarleikhúsið, þeim sem vilja hlæja, gráta, …
Egill býður öllum í Borgarleikhúsið, þeim sem vilja hlæja, gráta, sjá eitthvað nýtt eða sjá eitthvað meira krefjandi. Ljósmynd/Aðsend

Eg­ill Heiðar Ant­on Páls­son, nýr leik­hús­stjóri Borg­ar­leik­húss­ins, seg­ir leik­húsið vera allra. Hann hlakk­ar ofboðslega til að skapa kraft­mikið og gott leik­hús og mun halda góðu starfi for­vera sinna áfram – meðal ann­ars gagn­vart nýrri leik­rit­um og barn­a­starfi, sem hann seg­ir ómiss­andi í góðu og heil­brigðu leik­húsi.

„Við ætl­um að bjóða öll­um inn í leik­húsið okk­ar. Þeim sem lang­ar að hlæja, þeim sem lang­ar að gráta, þeim sem lang­ar að sjá eitt­hvað nýtt og þeim sem lang­ar að sjá eitt­hvað sem er meira krefj­andi,“ seg­ir hann í sam­tali við mbl.is.

Eg­ill tek­ur form­lega við stöðu leik­hús­stjóra af Bryn­hildi Guðjóns­dótt­ur í lok apríl.

Hlakk­ar til að skapa kraft­mikið og gott leik­hús

Hverju ert þú spennt­ast­ur fyr­ir í þessu nýja hlut­verki?

„Veistu það er svo margt, nú sný ég heim eft­ir nán­ast 25 ár í út­lönd­um og það er bara mjög spenn­andi að fá að taka við svona frá­bæru húsi með svona frá­bær­um starfs­mönn­um í öll­um deild­um – sem ég þekki að hluta til og svo eru sum­ir sem ég þekki ekki.

Ég hlakka ofboðslega til að fá að vinna með þessu góða fólki sem er í Borg­ar­leik­hús­inu og svo hlakka ég rosa­lega mikið til að skapa kraft­mikið og gott leik­hús fyr­ir okk­ar áhorf­end­ur.

Svo er ekk­ert verra að fá að tala ís­lensku upp á hvern dag – ef ég kann hana ennþá,“ svar­ar Eg­ill og hlær.

Hvenær mun­um við sjá fingraf­ar þitt á dag­skrá leik­húss­ins?

„Það er oft þannig þegar maður tek­ur við leik­húsi að maður fær fal­leg­an arf og það er að fram­fylgja því plani sem hef­ur verið lagt alla­vega eitt ár fram í tím­ann. Það geri ég svo sann­ar­lega stolt­ur – af því að ég hef fengið að kíkja aðeins inn í hvað býður okk­ar þar – og hlakka til að styðja leik­húsið með það plan og fylgja þeim frá­bæru sýn­ing­um eft­ir.

Það leik­ár sem ég kem með kem­ur þá inn eft­ir um það bil ár.“

Er ætl­un­in að vera leik­stýr­andi leik­hús­stjóri?

„Nei, ég er ekki þyrst­ur í slíkt akkúrat núna. Mér finnst al­veg nóg þessi gríðarlega ábyrgð sem mér hef­ur verið fal­in, og ég ætla að reyna að sinna henni af bestu getu.“

„Leik­húsið er allra“

Nú þarf Borg­ar­leik­húsið að hafa 60% sjálfsafls­fé og hef­ur verið með stór­ar vin­sæl­ar leik­sýn­ing­ar sem halda svo uppi til­rauna­verk­efn­um. Á þínum ferli hef­urðu svo­lítið verið með list­ræna, til­rauna­mennsku og framúr­stefnu­sýn­ing­ar. Muntu horfa til þess­ara alþýðulegu leik­sýn­inga sem leik­hús­stjóri?

„Það er ekki bara þessi 60% – sem eiga að vera eig­in fjár­mögn­un leik­húss­ins – sem ger­ir þetta. Leik­húsið er allra. All­ir sem greiða skatt eiga rétt á að fá leik­hús, þannig að leik­húsið sem slíkt er lýðræðis­legt fyr­ir­bæri og á að vera það og stuðla að lýðræðisþróun.

Ég var leik­hús­stjóri í Tromsø – bæði túr­andi leik­hús um stærstu fylki Nor­egs og starf­sem­is leik­hús í Tromsø – og þar gild­ir sama regla þó að leik­húsið sé fjár­magnað um 93%. Þannig að leik­hús er allra en hvaða leik­hús þér lík­ar, það þarf að gera grein­ar­mun á því.

Þegar ég verð Borg­ar­leik­hús­stjóri, þá verð ég Borg­ar­leik­hús­stjóri allra.

Borg­ar­leik­húsið hef­ur sinnt sín­um skyld­um ótrú­lega vel – gagn­vart nýrri leik­rit­um og barn­a­starfi, sem er al­gjör­lega frá­bært og ómiss­andi í góðu og heil­brigðu leik­húsi – og því ætl­um við að halda áfram.

Við ætl­um að bjóða öll­um inn í leik­húsið okk­ar. Þeim sem lang­ar að hlæja, þeim sem lang­ar að gráta, þeim sem lang­ar að sjá eitt­hvað nýtt og þeim sem lang­ar að sjá eitt­hvað sem er meira krefj­andi.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert