Leita á náðir borgarstjóra

Flestir starfsmenn vilja framkvæmdastjórann burt.
Flestir starfsmenn vilja framkvæmdastjórann burt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Starfs­fólk Fé­lags­bú­staða ósk­ar eft­ir því við borg­ar­stjór­ann í Reykja­vík, Heiðu Björgu Hilm­is­dótt­ur, að hún beiti áhrif­um sín­um á stjórn fyr­ir­tæk­is­ins og tryggi að Sigrún Árna­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Fé­lags­bú­staða verði send í leyfi á meðan ráðgjaf­ar­fyr­ir­tækið Auðnast hef­ur mál fyr­ir­tæk­is­ins til meðferðar, þannig að „vinna Auðnast hafi þann trú­verðug­leika sem til þarf og við þurf­um ekki að ótt­ast henn­ar nær­veru og áhrifa­vald meðan á rann­sókn stend­ur“, seg­ir í bréfi sem starfs­fólkið sendi borg­ar­stjóra í gær.

Eins og fram kom í Morg­un­blaðinu í gær lýsti starfs­fólkið yfir van­trausti á fram­kvæmda­stjór­ann og skrifuðu all­ir al­menn­ir starfs­menn Fé­lags­bú­staða und­ir yf­ir­lýs­ingu þess efn­is.

Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir borg­ar­stjóri gaf ekki kost á viðtali vegna máls­ins í gær. Ellý A. Þor­steins­dótt­ir, formaður stjórn­ar Fé­lags­bú­staða, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að stjórn fé­lag­ins líti málið al­var­leg­um aug­um og vilji leysa það með sem far­sæl­ust­um hætti.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag, laug­ar­dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert