Minni verðbólga léttir róðurinn hjá ríkissjóði

Búist er við að Seðlabankinn greini frá vaxtalækkun 19. mars. …
Búist er við að Seðlabankinn greini frá vaxtalækkun 19. mars. Vextir eru á niðurleið eins og verðbólgan. mbl.is/Ómar Óskarsson

Björg­vin Sig­hvats­son, for­stöðumaður Lána­mála rík­is­ins, seg­ir það hafa já­kvæð áhrif á skulda­stöðu rík­is­sjóðs að verðbólga sé á niður­leið og vext­ir sömu­leiðis. Með minni verðbólgu lækki enda verðbæt­ur sem rík­is­sjóður þarf að greiða af verðtryggðum lán­um.

Fjallað er um skulda­stöðu rík­is­sjóðs í Morg­un­blaðinu í dag. Þar eru meðal ann­ars born­ar sam­an rík­is­skuld­ir í fe­brú­ar 2020, mánuðinum áður en far­sótt­in hófst, og í fe­brú­ar á þessu ári. Und­ir­strik­ar sá sam­an­b­urður hversu mikið rík­is­skuld­ir hafa auk­ist eft­ir far­sótt­ina.

Spurður hvort það sé ekki já­kvætt fyr­ir skulda­stöðu rík­is­sjóðs að verðbólg­an skuli vera á niður­leið, eins og raun­ar vext­irn­ir líka, seg­ir Björg­vin svo vera. Hann nefn­ir að lækk­un nafn­vaxta hafi sér­stak­lega áhrif á skamm­tíma­fjár­mögn­un rík­is­sjóðs en staða rík­is­víxla er nú um 170 millj­arðar króna.

Stefnt sé að því að gefa út rík­is­skulda­bréf fyr­ir 180 millj­arða króna á þessu ári.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag, laug­ar­dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert