Gerðu tæknibrellur fyrir Zero Day

Jan og Ingólfur unnu að tæknibrellum í Zero Day með …
Jan og Ingólfur unnu að tæknibrellum í Zero Day með Robert de Niro. mbl.is/Ásdís

Ekki er allt sem sýn­ist þegar sjón­varp og kvik­mynd­ir eru ann­ars veg­ar. Aug­ljós­lega er mikið af tækni­brell­um notað í æv­in­týra­mynd­um þar sem spú­andi drek­um eða furðuver­um bregður fyr­ir, en tækni­brell­ur eru líka mikið notaðar í venju­leg­um þátt­um og kvik­mynd­um. Blaðamaður sett­ist niður í vik­unni með tveim­ur mönn­um sem eru sér­fræðing­ar í tækni­brell­um og vinna hjá ís­lenska fyr­ir­tæk­inu RVX. Ingólf­ur Guðmunds­son er yf­ir­um­sjón­ar­maður tækni­brellna og Írinn Jan Guil­foyle er fram­leiðandi tækni­brellna, en hjá RVX vinna hátt í þrjá­tíu manns og verk­efn­in eru ekki af verri end­an­um. Meðal sjón­varpsþátta sem RVX hef­ur unnið að má nefna The Last of Us, Hou­se of the Dragon, The Witcher, The Mar­velous Mrs. Maisel og nú síðast Zero Day með Robert De Niro sem er í dag einn vin­sæl­asti þátt­ur­inn á Net­flix, en Zero Day er póli­tísk­ur „þriller“ um fyrr­ver­andi for­seta sem tekst á við tölvu­árás á Banda­rík­in.

Robert De Niro leikur aðalhlutverkið í Zero Day.
Robert De Niro leik­ur aðal­hlut­verkið í Zero Day.

Að vera betri en aðrir

„Fyr­ir­tækið hef­ur unnið að kvik­mynd­um og í aukn­um mæli að sjón­varpi vegna allra streym­isveitn­anna. Við vinn­um hér á landi en vinn­um í alþjóðleg­um iðnaði og erum í sam­keppni við fyr­ir­tæki í Englandi og Kan­ada, en þar eru mörg tækni­brellu­fyr­ir­tæki. Oft­ast vinn­um við að banda­rísku eða bresku efni, fyr­ir sjón­varpsþætti sem eru í hæsta gæðaflokki. Hér er dýrt að reka fyr­ir­tæki og því get­ur sam­keppn­in verið erfið. Það sem við reyn­um þá að gera er að vera betri en aðrir og það vilj­um við að kúnn­inn sjái,“ seg­ir Jan og nefn­ir að þeim hafi gengið býsna vel að ná til sín eft­ir­sótt­um verk­efn­um eins og Zero Day.

„Flest fram­leiðslu­fyr­ir­tæki ráða fleiri en eitt tækni­brellu­fyr­ir­tæki. The Last of Us réð tíu eða tólf slík til verks­ins og skipta þau með sér sen­um, en oft­ast er eitt eða tvö fyr­ir­tæki ráðandi,“ seg­ir Jan, en þess má geta að sá þátt­ur fékk hin eft­ir­sóttu Emmy-verðlaun.

​„Oft­ast höf­um við verið einn af smærri verk­tök­un­um en í Zero Day vor­um við ráðandi fyr­ir­tækið, sem var mjög stórt fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Jan.

Eins og púslu­spil

Á heimasíðu RVX má sjá ýms­ar sen­ur úr mynd­um og þátt­um sem starfs­fólkið hef­ur unnið að í gegn­um árin. Þar má sjá heilu þorp­in rísa, hall­ir birt­ast og al­veg nýtt lands­lag fylla út í skjá­inn. Fimm­tíu her­menn verða að þúsund og strá­felld­um lík­um í bar­daga fjölg­ar marg­falt. Það vek­ur eft­ir­tekt hve oft er líka átt við sen­ur sem virðast í raun „venju­leg­ar“ en er samt sem áður mikið breytt með brell­um. Jan og Ingólf­ur sýna blaðamanni nýtt mynd­skeið sem þeir hafa út­búið sem sýn­ir tækni­brell­ur í Zero Day, en það mynd­band verður fljót­lega birt á heimasíðunni. Strák­arn­ir lýsa því aðeins hvernig brell­urn­ar eru unn­ar og taka dæmi af því að „búa til“ fólk.

Hér má sjá að stór hluti senunnar sem á að …
Hér má sjá að stór hluti sen­unn­ar sem á að ger­ast inni í þing­hús­inu er gerður með tölvu­tækni.

„Við búum til tölvu­lík­an af mann­eskj­unni sem lík­ir eft­ir út­liti og allri áferð á húð, hári og föt­um til dæm­is. Svo setj­um við inn beina­grind sem ger­ir okk­ur kleift að hreyfa mann­eskj­una nán­ast eins og strengja­brúðu,“ seg­ir Ingólf­ur.

Lokaútgáfan lítur svona út og enginn sér að þarna situr …
Loka­út­gáf­an lít­ur svona út og eng­inn sér að þarna sit­ur ekki al­vöru fólk, að stór­um hluta.

„Við reyn­um að láta fólkið virðast eins raun­veru­legt og hægt er. Það er líka stund­um hægt að fara auðveld­ari leið með því til dæm­is að mynda sama hóp­inn á tíu mis­mun­andi vegu og blanda því svo sam­an,“ seg­ir Jan.

„Þetta er mjög margþætt og alltaf dá­lítið púslu­spil,“ skýt­ur Ingólf­ur inn í.

Hvað ligg­ur mik­il vinna á bak við einn­ar mín­útu senu?

„Það er rosa­leg vinna. Á bak við skot sem er í nokkr­ar sek­únd­ur á skján­um ligg­ur kannski tutt­ugu daga vinna og stund­um meira,“ seg­ir Jan. Á mynd­band­inu hér fyr­ir neðan má sjá bet­ur all­ar tækni­brell­urn­ar í Zero Day. 

htt­ps://​vi­meo.com/​1065823580?share=copy

Sam­keppn­in er hörð

En þið hafið ekki fengið að hitta Robert De Niro?

„Nei, við þurft­um ekki að fara á settið í þessu til­viki því þetta var tekið upp í Banda­ríkj­un­um og þeir voru með sitt eigið fólk á setti. En sú staðreynd að þeir hafi valið okk­ur sem aðal­tækni­brellu­fyr­ir­tækið er mjög mik­il­vægt fyr­ir okk­ur. Jafn­vel þótt öll svona vinna sé unn­in í tölv­um og geti í raun verið unn­in hvar sem er finnst mörg­um þægi­legt að hafa fyr­ir­tæk­in ná­lægt. Við erum alltaf í bar­áttu við að ná í kúnna og reiðum okk­ur mikið á að fólk vilji vinna með okk­ur aft­ur og aft­ur,“ seg­ir Jan.

„Áskor­an­ir eru marg­ar og sam­keppn­in hörð. Það er í raun ansi magnað að við hér, langt í burtu á Íslandi, höf­um getað náð svona langt í þess­um bransa,“ seg­ir Jan að lok­um.

Ítar­legt viðtal er við Jan og Ingólf í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert