Íbúðir rísa á lóð Olís í Álfheimum

Þessi bensínstöð er með þeim allra stærstu í Reykjavík og …
Þessi bensínstöð er með þeim allra stærstu í Reykjavík og er mjög vinsæl og fjölsótt. Bensínafgreiðsla hófst að þessum stað árið 1959. mbl.is/sisi

Bens­ín­stöðvum verður smám sam­an fækkað í Reykja­vík og íbúðar­hús byggð á lóðunum. Er það í sam­ræmi við stefnu borg­ar­yf­ir­valda um fækk­un eldsneyt­is­stöðva í þétt­býli.

Og nú er röðin kom­in að bens­ín­stöð Olís við Álf­heima/​Suður­lands­braut. Þar hef­ur verið rek­in stór, af­kasta­mik­il og fjöl­sótt bens­ín­stöð til ára­tuga. Einnig er þar versl­un og veit­inga­starf­semi.

Á fundi skipu­lags­full­trúa Reykja­vík­ur hinn 6. mars sl. var lögð fram um­sókn Klasa ehf. fyr­ir hönd dótt­ur­fé­lags­ins BBL 179 ehf. um breyt­ingu á deili­skipu­lagi Heima­hverf­is vegna lóðar­inn­ar nr. 49 við Álf­heima. Í henni felst upp­bygg­ing tveggja fjöl­býl­is­húsa á lóð í stað bens­ín­stöðvar sem verður rif­in og eldsneyt­i­stank­ar fjar­lægðir.

Með um­sókn­inni fylgja deili­skipu­lags- og skýr­ing­ar­upp­drætt­ir unn­ir af THG arki­tekt­um. Mál­inu var vísað til meðferðar verk­efna­stjóra skipu­lags­full­trúa.

Fyrstu tillögur arkitekta að útliti fjölbýlishúsa við Álfheima.
Fyrstu til­lög­ur arki­tekta að út­liti fjöl­býl­is­húsa við Álf­heima. Tölvu­mynd/​THG arki­tekt­ar

Sam­komu­lag við borg­ina

Til­lag­an var unn­in á grund­velli sam­komu­lags við Reykja­vík­ur­borg frá ár­inu 2021 um þróun lóðar­inn­ar vegna fækk­un­ar bens­ín­stöðva í borg­inni.

Á lóðinni, sem telst vera Álf­heim­ar 49, er áformað að reisa íbúðar­hús með allt að 85 íbúðum. Bygg­ing á reit A, næst Glæsi­bæ, sam­an­stend­ur af tveim­ur punkt­hús­um sem tengj­ast með tveggja hæða lág­bygg­ingu. Á reit B verði íbúðar­hús sem sam­an­stend­ur af tveim­ur punkt­hús­um með þriggja hæða lág­bygg­ingu sem teng­ir þau.

Bygg­ing­arn­ar ásamt bíla­kjall­ara verði sam­tals 13.280 fer­metr­ar. Tölvu­mynd­ir fylgja um­sókn­inni af hús­un­um en vænt­an­lega mun út­litið taka ein­hverj­um breyt­ing­um efir því sem verk­efn­inu vind­ur fram. Bíla­stæði verða 60 og hjóla­stæði 166.

Nán­ar má lesa um málið í laug­ar­dags­blaði Morg­un­blaðsins. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert