Framkvæmdir eru hafnar við endurnýjun gervigrassins á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi. Skipt verður um gervigras á öllu svæðinu, bæði keppnisvelli og æfingavelli.
Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri segir að síðast hafi verið skipt um gervigras árið 2016 og því hafi verið tímabært að ráðast í endurbætur.
Verkið var boðið út og gekk bærinn að tilboði fyrirtækisins Metatron. Segir Þór að gervigrasið sé sambærilegt og er á aðalvelli Breiðabliks í Kópavogi og á fleiri keppnisvöllum á höfuðborgarsvæðinu.
Nánar má lesa um málið í laugardagsblaði Morgunblaðsins.