Milljónir í leigu á ónothæfu meðferðarheimili

Meðferðarheimilið Blönduhlíð.
Meðferðarheimilið Blönduhlíð. mbl.is/Karítas

Ríkið hef­ur borgað á sjöttu millj­ón króna í leigu á ónot­hæfu hús­næði und­ir meðferðar­heim­ili sem hef­ur enn ekki opnað. Auk þess borg­ar ríkið 1,2 millj­ón­ir á mánuði fyr­ir hús­næðið sem fundið var í staðinn.

Þetta kom fram í kvöld­frétt­um Rúv í kvöld en meðferðar­heim­ilið Blöndu­hlíð í Mos­fells­bæ hef­ur enn ekki verið tekið í notk­un – og óvíst er hvort þar verði yfir höfuð ein­hvern tíma meðferðar­heim­ili – þrátt fyr­ir að Ásmund­ur Ein­ar Daðason, fyrr­ver­andi barna­málaráðherra, hafi þóst opna meðferðar­heim­ilið fjór­um dög­um fyr­ir kosn­ing­ar í nóv­em­ber.

Hús­næðið, sem stend­ur við Skála­tún í Mos­fells­bæ, upp­fyll­ir ekki kröf­ur um bruna­varn­ir og ráðast þarf í mikl­ar breyt­ing­ar ef svo á að vera. Starfs­leyfi er held­ur ekki fyr­ir hendi og húsið stend­ur enn tómt.

Ásmundur Einar Daðason, fyrrv. mennta- og barna­málaráðherra (t.h.), þóttist opnameðferðarheimilið …
Ásmund­ur Ein­ar Daðason, fyrrv. mennta- og barna­málaráðherra (t.h.), þótt­ist opnameðferðar­heim­ilið í Blöndu­hlíð fjór­um dög­um fyr­ir kosn­ing­ar. mbl.is/​Karítas

Hefðu getað rift samn­ingn­um en gerðu það ekki

Eins og mbl.is greindi frá í fe­brú­ar greiðir Barna- og fjöl­skyldu­stofa 750 þúsund krón­ur í leigu í Blöndu­hlíð, þótt eng­in starf­semi sé í hús­inu. Ofan á það greiðir hún 1,2 millj­ón­ir í leigu á álmu á Vogi, þangað sem starf­sem­in hef­ur verið færð. Úrræðið á Vogi geng­ur nú und­ir heit­inu Blöndu­hlíð.

Rúv greindi svo frá því í kvöld að í leigu­samn­ingn­um fyr­ir Blöndu­hlíð segi að samn­ingn­um megi rifta ef í ljós kem­ur á fyrstu sex mánuðum leigu­samn­ings að húsið sé ekki hæft börn­um af ástæðum sem skrif­ast ekki á leigu­tak­ann. Það var ekki gert og nú er sá frest­ur liðinn. Enn frem­ur seg­ir að leigutaki sætti sig að öllu leyti við ástand húss­ins.

Fram kom að Fram­kvæmda­sýsl­an - Rík­is­eign­ir hafi ekki haft aðkomu að leigu­samn­ingn­um eins og venja er fyr­ir, „sök­um neyðarástands í hús­næðismál­um meðferðar­heim­ila“. Held­ur hafi leigu­samn­ing­ur að Blöndu­hlíð verið gerður án aðkomu fram­kvæmda­sýsl­unn­ar þar sem það taldi það geta tekið stutt­an tíma að breyta því í meðferðar­heim­ili.

Blöndu­hlíð fer þó brátt í notk­un en ekki á veg­um Barna- og fjöl­skyldu­stofu og vit­an­lega ekki sem meðferðar­heim­ili, að sögn Rúv.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert