Samningatækni Trumps algjörlega óútreiknanleg

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 5:16
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 5:16
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Gagn­legt get­ur verið að horfa á raun­veru­leikaþætt­ina The App­rentice til þess að skilja hvað Trump er að gera þegar kem­ur að mál­efn­um Úkraínu. Þetta er mat Tryggva Hjalta­son­ar, hernaðar- og varn­ar­mála­sér­fræðings.

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í ít­ar­legu viðtali við Tryggva á vett­vangi Spurs­mála.

Mis­kunn­ar­leysið al­gjört

Vís­ar Tryggvi þar í fræga þætti þar sem viðskiptamaður­inn Don­ald Trump valdi sér lær­linga til starfa. Var hann þar þekkt­ur af full­komnu mis­kunn­ar­leysi og tudda­skap sem mörg­um sveið und­an.

Á síðustu vik­um hef­ur Trump unnið hörðum hönd­um að því koma Úkraínu­mönn­um og Rúss­um að samn­inga­borðinu til þess að ræða mögu­legt vopna­hlé milli ríkj­anna tveggja sem borist hafa á bana­spjót­um allt frá því í fe­brú­ar 2022 og raun­ar allt frá ár­inu 2014 þegar Rúss­ar inn­limuðu Krímskaga.

Bend­ir Tryggvi á að Trump dragi úr og í. Hann hafi á tíma virst vera að taka al­gjör­lega stöðu með Rúss­um. Hins veg­ar snýst pend­úll­inn hratt og um leið og Úkraínu­menn lýstu sig reiðubúna til þess að koma að borðinu þá beindi Trump spjót­um sín­um að Rúss­um. Hef­ur hann auk þess hótað þeim síðar­nefndu að hann muni kné­setja þá með því að fella olíu­verð á alþjóðamarkaði.

Sam­talið um þetta mál má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan.

Viðtalið við Tryggva er aðgengi­legt í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert