Vísbendingar um að kvika sé þegar farin af stað

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðiprófessor.
Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðiprófessor. mbl.is/Arnþór

Þor­vald­ur Þórðar­son eld­fjalla­fræðing­ur seg­ist sjá vís­bend­ing­ar um að kvika sé þegar far­in á hreyf­ingu í jörðu und­ir Sund­hnúkagígaröðinni.

Vís­ar hann þar til þess að sum­ir GPS-mæl­ar virðast farn­ir að sýna land­sig, en viður­kenn­ir að mæl­ing­arn­ar séu inn­an óvis­su­marka.

„En síðustu tvær, þrjár mæl­ing­ar á flest­um stöðum virðast sýna það að mæl­arn­ir séu á niður­leið, það fylg­ir oft því þegar kvika er far­in af stað,“ seg­ir Þor­vald­ur í sam­tali við mbl.is. 

Þar að auki bend­ir hann á að skjálfta­virkni við Sund­hnúkagígaröðina hafi auk­ist síðustu daga, senni­lega óháð virkni á Reykja­nestá sem hef­ur verið mik­il síðustu daga.

Skjálft­arn­ir síðustu daga hafa reynd­ar verið færri en vana­lega að sögn Veður­stofu. Aðeins sex tals­ins hafa mælst við kviku­gang­inn síðasta sól­ar­hring­inn og nokkr­ir til viðbót­ar við Grinda­vík að sögn Stein­unn­ar Helga­dótt­ur nátt­úru­vár­sér­fræðings.

End­ur­tekið efni

Þor­vald­ur seg­ir þó að ef rétt reyn­ist að land sé tekið að síga sam­hliða auk­inni skjálfta­virkni milli Stóra-Skógs­fells og Sýl­ing­ar­fells megi bú­ast við gosi á því svæði á næst­unni – það sem Þor­vald­ur kall­ar „end­ur­tekið efni“.

„Ef þetta land­sig held­ur áfram því sem það er í augna­blik­inu erum við kom­in ná­lægt því að það sé komið gos,“ seg­ir eld­fjalla­fræðing­ur­inn.

„En svo get­ur verið að móðir nátt­úra ákveði að snúa við tafl­inu, geri eitt­hvað annað en við erum að bú­ast við,“ bæt­ir hann við.

Rúm­mál kviku und­ir Svartsengi hef­ur aldrei verið meira frá því að gos­hrin­an við Grinda­vík hófst í des­em­ber 2023. Gert er ráð fyr­ir að kviku­hólfið hafi bætt við sig tæp­lega 38 millj­ón­um rúm­metr­um af kviku frá því að landris hófst á ný meðan sein­asta gos stóð yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert