Braut rúðu á leigubíl

Verkefni lögreglu voru mismunandi í gær og í nótt.
Verkefni lögreglu voru mismunandi í gær og í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hand­tók í gær mann sem braut rúðu leigu­bíls. Viðkom­andi var vistaður í fanga­klefa á meðan málið var skoðað og af­greitt.

Þetta kem­ur fram í dag­bók lög­regl­unn­ar.

Meðal verk­efna lög­reglu í gær og nótt voru tvær til­kynn­ing­ar um þjófnað á fatnaði. Í öðru til­fell­inu var um inn­brot að ræða og er málið í rann­sókn. 

Þá stöðvaði lög­regla bif­reið vegna ástands öku­tæk­is­ins. Börn voru í bíln­um og ekki í viðeig­andi ör­ygg­is­búnaði. Skrán­ing­ar­núm­er voru tek­in af bíln­um.

Hóp­ur drengja elti stúlku

Lög­regl­an sem sinn­ir eft­ir­liti í Kópa­vogi og Breiðholti fékk til­kynn­ingu frá veg­far­anda um hóp af ung­lings­strák­um að elta stelpu á svipuðum aldri.

Þá sinnti lög­regl­an eft­ir­liti við Mjódd vegna mögu­legr­ar hópa­mynd­un­ar ung­menna þar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert