Ekki alveg rétti tíminn til að fækka úrræðum

Ráðherra segir að húsnæðið verði nýtt fljótlega fyrir eitthvað úrræði.
Ráðherra segir að húsnæðið verði nýtt fljótlega fyrir eitthvað úrræði. Samsett mynd

Mennta- og barna­málaráðherra seg­ir að Blöndu­hlíð í Mos­fells­bæ, þar sem til stóð að meðferðar­heim­ili yrði opnað í des­em­ber síðastliðnum, verði nýtt fyr­ir ein­hvers kon­ar úrræði.

Verið sé að vinna í hús­næðinu og það verði hægt að nýta það mjög fljót­lega.

Þetta kom fram í svari Ásthild­ar Lóu Þórs­dótt­ur, mennta- og barna­málaráðherra, við fyr­ir­spurn Bergþórs Ólason­ar, þing­manns Miðflokks­ins, í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag.

Greint frá leigu­verðinu á mbl.is í fe­brú­ar

Greint var frá því á mbl.is þann 11. fe­brú­ar síðastliðinn að Barna- og fjöl­skyldu­stofa greiddi 750 þúsund krón­ur á mánuði í leigu fyr­ir Blöndu­hlíð, þrátt fyr­ir að ekk­ert meðferðar­heim­ili væri starf­rækt þar. Og að stofn­un­in greiddi jafn­framt 1,8 millj­ón­ir króna í leigu fyr­ir rými á Vogi þar sem meðferðar­heim­ilið er nú tíma­bundið starf­rækt.

Líkt og ít­rekað hef­ur komið fram í um­fjöll­un mbl.is um málið þá stóðst hús­næðið í Blöndu­hlíð ekki bruna­út­tekt, þrátt fyr­ir end­ur­bæt­ur. Því brá Barna- og fjöl­skyldu­stofa á það ráð að leiga rýmið á Vogi fyr­ir starf­sem­ina, en sá leigu­samn­ing­ur gild­ir til ára­móta. 

Þá hef­ur verið greint frá því á mbl.is að ólík­legt þyki að í Blöndu­hlíð verði nokk­urn tíma rekið meðferðar­heim­ili. En það hús­næði hef­ur staðið autt í ein­hverja mánuði.

Ekki rétti tím­inn til að fækka úrræðum

Spurði Bergþór út í það hvernig málið stæði hjá ráðherra.

Sagði Ásthild­ur að alltaf hefði staðið til að nýta húsið, upp hefðu komið spurn­ing­ar um bruna­varn­ir.

„En þetta var kannski ekki al­veg, hef­ur ekki verið rétti tím­inn, svo það sé nú sagt, á und­an­förn­um vik­um að fækka úrræðum þó að eitt­hvað hafi staðið í að hægt sé að nýta þau sem var gert ráð fyr­ir að væri hægt að nota, þannig að þetta úrræði verður nýtt, vissu­lega,“ sagði Ásthild­ur í svari sínu.

Líkt og mbl.is hef­ur greint frá þá ákvað starfs­fólk Barna- og fjöl­skyldu­stofu að fara sjálft í end­ur­bæt­ur á hús­næðinu í stað þess að fara útboð, til að bregðast hratt við úrræðal­eysi.

Starfs­fólkið vissi hins veg­ar ekki að meðferðar­heim­ili, þar sem fólk er inn­ritað og út­skrifað, félli í notk­un­ar­flokk 5 sam­kvæmt bygg­ing­ar­reglu­gerð. Taldi starfs­fólkið að heim­ilið ætti heima í notk­un­ar­flokki 3. Og var það ekki kannað áður en ráðist var í end­ur­bæt­ur á hús­næðinu. Tölu­vert rík­ari kröf­ur eru gerðar um bruna­varn­ir í mann­virkj­um í notk­un­ar­flokki 5 en í flokki 3. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert