Rúða brotin á heilsugæslunni í Breiðholti

Heilsugæslan er við Hraunberg í Breiðholti.
Heilsugæslan er við Hraunberg í Breiðholti. mbl.is/Júlíus

Lög­reglu barst í dag til­kynn­ing um brotna rúðu á heilsu­gæsl­unni í Breiðholti.

Þetta kem­ur fram í dag­bók lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu þar sem greint er frá verk­efn­um frá milli kl. 5 og 17 í dag.

Þar er einnig sagt frá fjór­um inn­brot­um í Reykja­vík, ým­ist í heima­hús, geymsl­ur eða fyr­ir­tæki.

Mjög ölvaðir aðilar voru einnig hand­tekn­ir í miðborg­inni í dag og vistaðir í fanga­geymsl­um þar sem þeir voru tald­ir vera ógn­andi við starfs­fólk Sam­hjálp­ar.

Einn var hand­tek­inn fyr­ir vörslu á þýfi „og öðru því tengdu“ seg­ir í dag­bók­inni.

Auk þess var til­kynnt um mótor­hjól á fót­bolta­velli í hverfi 113. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert