Séríslenskar reglur hamli lengri föstum vöxtum

Séríslenskar reglur draga úr hvata banka til að bjóða lán …
Séríslenskar reglur draga úr hvata banka til að bjóða lán með föstum vöxtum til lengri tíma að mati Jóns Helga. mbl.is/Árni Sæberg

„Upp­greiðslu­gjöld á Íslandi eru mun óhag­stæðari en í ná­granna­lönd­un­um og mun meira íþyngj­andi en til­skip­un ESB mæl­ir fyr­ir. Sér­ís­lensk­ar regl­ur draga úr hvata banka til að bjóða lán með föst­um vöxt­um til lengri tíma. Þetta tak­mark­ar val­kosti neyt­enda og eyk­ur óvissu í greiðslu­byrði.“ Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri skýrslu sem dr. Jón Helgi Eg­ils­son hag­fræðing­ur vann fyr­ir fjár­málaráðuneytið og birt var fyrr í þess­um mánuði.

Fjár­málaráðherra tek­ur já­kvætt í sum­ar hug­mynd­irn­ar, en tek­ur fyr­ir að ríkið taki á sig aukna áhættu með þátt­töku á vaxta­skipta­markaði.

Jón Helgi vann skýrsl­una að beiðni Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar, þáver­andi fjár­málaráðherra, en hún er um hús­næðislána­markaðinn hér á landi og hvað megi bet­ur fara, sér­stak­lega um löng óverðtryggð lán og hvernig megi tryggja fasta slíka vexti til langs tíma til að draga úr óvissu og tryggja heim­il­um stöðug­leika í greiðslu­byrði, en líka um hvernig draga megi úr vægi verðtrygg­ing­ar.

Ólík­ar fjár­mögn­un­ar­leiðir skapi óhag­kvæmni

Í sam­an­tekt skýrsl­unn­ar vís­ar Jón Helgi meðal ann­ars til þess að á evru­svæðinu sé tals­verður inn­byrðis vaxtamun­ur sem sýni mik­il­vægi inn­lends reglu­verks og markaðar. Hér á landi seg­ir hann sérregl­ur draga úr þeim hvata að lengri föst óverðtryggð lán séu í boði og að ólík­ar fjár­mögn­un­ar­leiðir fyr­ir verðtryggð og óverðtryggð lán skapi óhag­kvæmni og geti leitt til lak­ari kjara fyr­ir lán­tak­end­ur.

Legg­ur Jón Helgi til að ís­lensk stjórn­völd end­ur­skoði lög með það fyr­ir aug­um að auka hvata bank­anna til að bjóða lán með föst­um vöxt­um til lengri tíma. Jafn­fram bend­ir hann á að til að bank­ar kjósi að bjóða lán með föst­um vöxt­um til langs tíma þurfi að lág­marka vaxta­áhættu.

Ýtt verði und­ir vaxta­skipta­markað

Úr slíku sé hægt að bæta með notk­un vaxta­skipta­samn­inga og tel­ur Jón Helgi all­ar for­send­ur til staðar til að nýta þá. Seg­ir hann banka í ná­granna­lönd­um nýta slíka samn­inga til að lág­marka vaxta­áhættu sína og það auðveldi þeim að bjóða vexti til langs tíma.

Legg­ur Jón Helgi til að stjórn­völd stuðli mark­visst að þróun vaxta­skipta­markaðar með auk­inni kynn­ingu, fræðslu, sam­tali og virkri þátt­töku rík­is­sjóðs í slík­um samn­ing­um til að bæta áhættu­stýr­ingu og fram­boð lána með föst­um vöxt­um til langs tíma.

Skýr mark­mið um að drag úr verðtryggðum lán­um

Kemst hann jafn­framt að þeirri niður­stöðu að tví­skipt­ur markaður með bæði verðtryggð og óverðtryggð lán dragi úr skil­virkni pen­inga­stefn­unn­ar með því að milda áhrif vaxta­breyt­inga og stuðli að meiri sveifl­um á fast­eignalána­markaði. Legg­ur hann aft­ur til að styrkja vaxta­skipta­markað en jafn­framt að af­nema há­mark upp­greiðslu­gjalds og styrkja markað fyr­ir sér­tryggð skulda­bréf sem draga eigi úr vægi verðtryggðra fast­eignalána.

Auk fyrr­nefndra atriða legg­ur Jón Helgi til að ríkið setji skýr mark­mið um hlut­falls­lega minnkuð verðtryggðra lána í lána­kerf­inu. Tel­ur hann að með þess­um aðgerðum verði hægt að bæta fjár­mögn­un­ar­skil­yrði ís­lenskra hús­næðislána, draga úr vægi verðtrygg­ing­ar, auka stöðug­leika á markaði og tryggja neyt­end­um betri láns­kjör til lengri tíma.

Ráðherra: Ætla ekki að taka á sig áhættu á vaxta­skipta­markaði

Eft­ir að ný rík­is­stjórn tók við lagði Sig­urður Ingi fram þá fyr­ir­spurn á þingi hvort birta ætti skýrsl­una. Svaraði Daði Már Kristó­fers­son fjár­málaráðherra skrif­lega á þingi í dag og vísaði í að skýrsl­an hefði verið birt. Í svar­inu kem­ur fram að ráðherra líti sumt já­kvæðum aug­um í skýrsl­unni, en hafn­ar al­farið að ríkið taki þátt í vaxta­skipta­samn­ing­um og vís­ar til reynsl­unn­ar af lán­veit­ing­um Íbúðalána­sjoðs. Kost­ar upp­gjör sjóðsins fleiri hundruð millj­arða króna.

Sam­kvæmt stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar er það fyrsta verk henn­ar að ná stöðug­leika í efna­hags­lífi og lækk­un vaxta, m.a. með stöðug­leika­reglu og stöðvun halla­rekst­urs rík­is­ins. Með aukn­um trú­verðug­leika hag­stjórn­ar­inn­ar og lækk­un verðbólgu næst stöðug­leiki sem stuðlar að því að lækka bæði óverðtryggða og verðtryggða vexti, jafnt til skamms sem langs tíma. Traust hag­stjórn er þannig mik­il­væg­asta for­senda þess að bæta kjör íbúðalána.

Eft­ir at­vik­um kunna að koma fram, svo sem í þeirri skýrslu sem fyr­ir­spurn­in lýt­ur að, til­lög­ur ann­ars eðlis sem t.d. snúa beint að hús­næðismarkaðnum. Ráðherra lít­ur opn­um hug hug­mynd­ir sem kunna að koma fram í umræðunni um að bæta kjör neyt­enda á lána­markaði, að því marki sem þær eru skyn­sam­leg­ar og sam­rýmast ábyrgri stjórn rík­is­fjár­mála og efna­hags­mála. Ráðuneytið hyggst t.d. skoða hvort tæki­færi séu til þess að auka fram­boð hús­næðislána með breyt­ing­um á ákvæðum laga um fjár­fest­ing­ar­heim­ild­ir líf­eyr­is­sjóða. Ráðherra tel­ur það hins veg­ar ekki koma til greina að rík­is­sjóður taki í aukn­um mæli á sig vaxta­áhættu vegna íbúðalána með því að ger­ast mótaðili í vaxta­skipta­samn­ing­um við bank­ana eins og vakið er máls á í skýrsl­unni. Reynsl­an, ekki síst af skulda­bréfa­út­gáfu og lán­veit­ing­um Íbúðalána­sjóðs, sýn­ir að slík­ar ákv­arðanir geta verið áhættu­sam­ar og á end­an­um mjög kostnaðarsam­ar fyr­ir sam­fé­lagið,“ seg­ir í svari ráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert