Sýknudómur stendur í morðmálinu í Neskaupstað

Alfreð myrti hjónin, að mati Héraðsdóms Austurlands, en hann var …
Alfreð myrti hjónin, að mati Héraðsdóms Austurlands, en hann var ekki talinn sakhæfur vegna andlega veikinda og þess vegna var hann sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. mbl.is

Sak­sókn­ari hyggst ekki áfrýja sýknu­dómi í máli Al­freðs Erl­ings Þórðar­son­ar, sem banaði eldri hjón­um í Nes­kaupstað í ág­úst í fyrra.

Héraðsdóm­ur Aust­ur­lands kom­st í síðustu viku að þeirri niður­stöðu að Al­freð hefði myrt hjón­in, en mat hann ósakhæf­an og sýknaði af refsi­kröfu ákæru­valds­ins.

Vís­ir hef­ur það eft­ir skrif­legu svari Sig­ríðar J. Friðjóns­dótt­ur rík­is­sak­sókn­ara að embættið ætli sér ekki að áfrýja dómn­um. Al­freð var gert að sæta ör­ygg­is­gæslu á viðeig­andi stofn­un og að greiða aðstand­end­um hjón­anna sem hann myrti sam­tals 31 millj­ón í bæt­ur.

Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.
Sig­ríður J. Friðjóns­dótt­ir rík­is­sak­sókn­ari. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Fram kom í dómi héraðsdóms að Al­freð væri tal­inn hættu­leg­ur sam­kvæmt dóm­kvödd­um mats­manni og það talið for­gangs­atriði að hann væri á rétt­ar­geðdeild til að tryggja bæði hans ör­yggi og ör­yggi starfs­fólks fang­elsa.

Morðvopnið í bíln­um

Meðal gagna sem dóm­ur­inn vís­aði til voru framb­urður vitna sem sáu Al­freð á ferð við húsið og upp­taka úr eft­ir­lits­mynda­vél sem sýndi hann ná­lægt hús­inu á þeim tíma sem áætlað er að hjón­in hafi lát­ist og blóðug föt sem hann klædd­ist við hand­töku og voru glögg­lega þau sömu og hann var í á eft­ir­lits­upp­tök­unni.

DNA-rann­sókn var gerð á blóði sem fannst á hamri sem hann var með í bif­reið þegar hann var hand­tek­inn í Reykja­vík. Blóðið reynd­ist úr hon­um og hjón­un­um.

Að lok­um reynd­ust skóför á vett­vangi passa við þá skó sem Al­freð klædd­ist. Voru það einu skóför­in á vett­vangi sem höfðu stigið í blóð.

Viður­kenndi Al­freð fyr­ir dómi að hafa verið á heim­ili hjón­anna, en sagði þau hafa verið lát­in þegar hann kom á staðinn. Sagðist hann hafa fundið ham­ar­inn á gólfi baðher­berg­is í íbúð hjón­anna og að „vís­inda­menn­irn­ir“ hafi beðið hann um að taka þenn­an ham­ar með sér og taldi hann greini­legt að þau hafi notað ham­ar­inn á hvort annað. Sagðist hann jafn­framt hafa þrifið ham­ar­inn í eld­hús­vask­in­um.

Lög­full sönn­un

Taldi dóm­ur­inn það vera hafið yfir skyn­sam­leg­an vafa að Al­freð hafi beitt hamr­in­um í at­lögu gegn hjón­un­um og þar með fram væri kom­in lög­full sönn­un þess að hann hafi veist að þeim í sam­ræmi við ákæru.

Er niðurstaða Héraðsdóms­ því að hann hafi myrt hjón­in.

Hins veg­ar er sam­kvæmt al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um mælt fyr­ir að ekki skuli refsað þeim sem sök­um geðveiki, and­legs vanþroska eða hrörn­un­ar, rænu­skerðing­ar eða ann­ars sam­svar­andi ástands hafi verið alls ófær­ir á þeim tíma, er þeir unnu verkið, til að stjórna gerðum sín­um.

Dóm­kvadd­ur matsmaður sagðist ekki geta séð neina aðra túlk­un mögu­lega en að Al­freð Erl­ing hefði verið alls ófær um að stjórna gjörðum sín­um á verknaðar­stundu. Hann var þess vegna met­inn ósakhæf­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert