Tókust á um ábyrgð ríkisstjórnar fyrr og nú

Samsett mynd/mbl.is/Eggert/Karítas

Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra tel­ur að koma þurfi trygg­ing­um fyr­ir ákveðna hópa í fast­ari skorður.

Þetta kom fram í svari henn­ar við fyr­ir­spurn Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar, for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins og fyrr­ver­andi ráðherra meðal ann­ars bæði innviða og fjár­mála.

Sig­urður vildi vita til hvaða aðgerða rík­is­stjórn Kristrún­ar hygg­ist grípa vegna kaltjóna á tún­um og tjóns garðyrkju­bænda en tjón síðasta árs er metið á allt að 1,5 millj­arða króna.

Hóp­arn­ir geta hvergi leitað stuðnings og sagði Sig­urður Ingi í ræðu sinni það hafa tíðkast að rík­is­stjórn hvers tíma tæki slík mál inn á sitt borð.

Kristrún sagðist meðvituð um stöðu mála og sagði miður að trygg­ing­ar grípi ekki þenn­an hóp.

Vildi hún beina fyr­ir­spurn­inni með sér­tæk­ari hætti inn í at­vinnu­vegaráðuneytið þar sem málið sé til skoðunar þar.

Fast skotið á fyrri rík­is­stjórn

Þá skaut Kristrún föst­um skot­um að fyrri rík­is­stjórn. Sagði hún verið að leggj­ast yfir hin ýmsu mál um þess­ar mund­ir í aðdrag­anda fjár­auka­laga. Sagði for­sæt­is­ráðherra síðustu rík­is­stjórn hafa skilið eft­ir sig þó nokk­urn fjölda og ákveðinn hala mála ófjár­mögnuð, sem rík­is­stjórn sé fá í fangið. Eitt­hvað sem ekki var gert ráð fyr­ir í síðustu fjár­lög­um og þetta mál væri eitt þeirra.

Sig­urður brást ókvæða við og spurði nokkuð ön­ug­ur hvort þetta hafi ekki verið í fjár­lög­um. Svaraði hann eig­in spurn­ingu og sagði að aug­ljós­lega hafi þetta ekki verið í fjár­lög­um. Ekki hafi verið búið að spá fyr­ir um veður og vand­ræðagang bæði sum­ars og hausts þegar fjár­lög voru lögð fram.

Bætti Sig­urður við að það ætti ráðherra að vita eft­ir langa setu í fjár­laga­nefnd.

Sagði ráðherra fara með rangt mál

Kristrún svaraði því þá til að hún gerði sér fylli­lega grein fyr­ir því að þegar fjár­lög voru sam­in að þá lá þetta ekki fyr­ir en hún benti á að umræða færi fram í þingsal. Það komi svo að 2. umræðu fjár­laga og það sé oft til­efni til að bæta stöðu og fá þing­lega um­fjöll­un.

Sagðist hún ein­fald­lega hafa verið að benda á að það hafi verið tæki­færi í aðdrag­anda jóla eða síðustu kosn­inga til þess að laga þetta.

Kallaði Sig­urður Ingi þá fram í að ráðherra færi með rangt mál.

Kristrún lét það ekki á sig fá og end­ur­tók að mál af þessu tagi væru til skoðunar hjá rík­is­stjórn og hún ætli að fá að beina fyr­ir­spurn­inni til at­vinnu­vegaráðherra sem sé með sér­tæk­ar upp­lýs­ing­ar um málið.

Þá ít­rekaði hún að lok­um sinn vilja til að sjá mál­efni sem varða þenn­an hóp sett í al­menn­ari far­veg til lengri tíma þannig að það þurfi ekki alltaf að fara í vara­sjóðinn þegar svona mál komi upp.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert