Ekkert starfsfólk „var í hættu“

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík.
Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Maður varð var við aðgerðir lög­reglu eins og aðrir. En það varð ljóst fljót­lega að það var ekk­ert af starfs­fólki í leik- eða grunn­skól­an­um sem var í hættu,“ seg­ir Jón Páll Hreins­son, bæj­ar­stjóri í Bol­ung­ar­vík, eft­ir aðgerðir lög­reglu og sér­sveit­ar í bæn­um.

„Það kom aldrei upp sú staða að við þyrft­um að fara að loka skól­un­um í bæn­um,“ seg­ir Jón Páll.

Aðgerðirn­ar voru sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is tengd­ar for­eldri barna í bæn­um. Önnur teng­ing var ekki við skól­ann en lög­regla fór meðal ann­ars í leik- og grunn­skóla í bæn­um í aðgerðum sín­um.

Jón Páll seg­ir að eðli­lega hafi sum­um verið brugðið við að sjá sér­sveit­ina í bæn­um. Hins veg­ar ein­kenndi yf­ir­veg­un aðgerðir lög­reglu og því upp­lif­un­in ekki sú að mik­il hætta væri á ferð.

„En við erum ánægð með að vaf­inn hafi legið hjá íbú­um í Bol­unga­vík og ég vil nota tæki­færið og hrósa lög­reglu fyr­ir þeirra fram­komu og fum­laus viðbrögð,“ seg­ir Jón Páll.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert