Gagnrýnir Rósu harðlega fyrir stjórnarsetu í SÍS

Guðmundur Ari Sigurjónsson gagnrýnir Rósu fyrir stjórnarsetu í SÍS.
Guðmundur Ari Sigurjónsson gagnrýnir Rósu fyrir stjórnarsetu í SÍS. Samsett mynd

Guðmund­ur Ari Sig­ur­jóns­son, þing­flokks­formaður Sam­fylk­ing­ar gagn­rýn­ir ákvörðun Rósu Guðbjarts­dótt­ur sem ákveðið hef­ur að sitja áfram í stjórn SÍS, að sinni hið minnsta.

Seg­ir Guðmund­ur Ari í færslu á Face­book að hags­muna­árekstr­ar fel­ist í því að vera í stjórn SÍS sam­hliða þing­störf­um. Rósa var kjör­in á þing fyr­ir Sjálf­stæðis­menn í síðustu þing­kosn­ing­um.

Set­ur stjórn í skrýtna stöðu 

„Þetta er svo galið. Eitt af meg­in­mark­miðum Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga felst í hags­muna­gæslu sveit­ar­fé­lag­anna gagn­vart rík­is­vald­inu. Sam­bandið mót­ar stefnu sveit­ar­fé­lag­anna og hef­ur svo náin sam­skipti við Alþingi, 

Það að þingmaður sitji í stjórn sam­bands­ins er al­gjör hags­muna­árekst­ur og trúnaðarbrest­ur við sveit­ar­fé­lög­in í land­inu. Þessi ákvörðun Rósu set­ur alla stjórn­ina í skrýtna stöðu þar sem þau trúnaðarsam­töl sem fram fara í stjórn Sam­bands­ins fara nú fram með full­trúa Alþing­is á fund­un­um,“ seg­ir Guðmund­ur Ari m.a. í færslu sinni. 

Sjálf­stæðis­menn hafi gagn­rýnt Bjarna

Bend­ir hann á að Sjálf­stæðis­menn hafi gagn­rýnt Bjarna Jóns­son, þing­mann VG á síðasta kjör­tíma­bili, fyr­ir að hafa ekki sagt sig frá stjórn SÍS.

„Hvernig get­ur ein­stak­ling­ur í fullu starfi á Alþingi mætt á sama tíma á bæj­ar­stjórn­ar­fundi, nefnd­ar­fundi og fundi í stjórn Sam­bands­ins?,“ spyr Guðmund­ur Ari í færslu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert