Heiða hrökklaðist úr Sambandinu

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri og fráfarandi formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri og fráfarandi formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir borg­ar­stjóri virðist hafa tekið skyndi­ákvörðun um að hætta sem formaður Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga frek­ar en að þola niður­lægj­andi van­trausts­sti­lögu á landsþingi Sam­bands­ins á fimmtu­dag.

Heiða greindi óvænt frá því í gær­kvöld að hún hygðist hætta sem formaður Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga á lands­þingi þess nú á fimmtu­dag.

Van­traust­stil­laga í vænd­um

Fyr­ir landsþingi beið til­laga sem Morg­un­blaðið hef­ur heim­ild­ir fyr­ir að tug­ir sveit­ar­stjóra um land allt, bæði óháðir og flokks­bundn­ir, hafi ætlað að leggja fram um að Heiða viki sem formaður Sam­bands­ins vegna trúnaðarbrests við stjórn­ina og eft­ir at­vik­um sveit­ar­fé­lög.

Til­lag­an mun upp­haf­lega kom­in frá „óháðum“ sveit­ar­stjóra, sveit­ar­stjóra á veg­um staðbund­ins fram­boðs, ekki eins af flokk­un­um sem starfa á landsvísu. Hins veg­ar hafi tug­ir ann­ara sveit­ar­stjóra, bæði óháðir, sjálf­stæðis­menn og fram­sókn­ar­menn, ætlað að vera meðflutn­ings­menn. Til­lög­una í heild má lesa neðst í frétt­inni.

Óskilj­an­leg um­mæli Heiðu

Heiða sagði frá ákvörðun sinni í viðtali í Kast­ljósi Rúv. í gær­kvöld, og játaði að klofn­ing­ur henn­ar frá stjórn­inni í kenn­ara­deil­unni hefði verið erfiður. Hún liti þó ekki svo á að hún hefði misst traust stjórn­ar Sam­bands­ins, en mögu­lega nyti hún ekki leng­ur trausts allra sjálf­stæðismanna í stjórn­inni.

Stjórn­ar­maður ann­ars flokks, sem blaðið ræddi við, seg­ir það „óskilj­an­leg um­mæli“. Van­traustið sé mun víðtæk­ara „eins og best sést á viðbrögðunum hjá henni.“

Full­yrt er við mbl.is að það eigi við um nær alla stjórn­ar­menn Sam­bands­ins. Svipaða sögu sé af segja af sveit­ar­stjórn­ar­mönn­um um land allt, sem rétt hafa til setu á landsþing­inu, þar hafi trygg­ur meiri­hluti verið fyr­ir van­traust­stil­lög­unni gegn Heiðu, jafn­vel fólk úr Sam­fylk­ingu í öðrum sveit­ar­fé­lög­um.

Til­lag­an í heild

Að neðan má lesa til­lög­una sem til stóð að flytja á landsþing­inu.

Til­laga að álykt­un, bor­in fram af sveit­ar­stjór­um fyr­ir landsþing Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, 20. mars 2025;

Hlut­verk Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga er að vera sam­eig­in­leg­ur mál­svari sveit­ar­fé­laga og gæta hags­muna þeirra.

Afar mik­il­vægt er að yf­ir­stjórn Sam­bands­ins sé sam­hent og sterk, tali ein­um rómi og gæti hags­muna sveit­ar­fé­lag­anna af fullri ein­urð.

For­manni ber að gæta hags­muna alls sveit­ar­stjórn­arstigs­ins þegar hann kem­ur fram og er talsmaður þess út á við.

Þegar mis­brest­ur verður á fram­an­greindu verður trúnaðarbrest­ur milli for­manns, stjórn­ar og sveit­ar­fé­lag­anna eft­ir at­vik­um.  Slík staða er ótæk og skaðar hags­muni sveit­ar­stjórn­arstigs­ins beint og óbeint.

Landsþing tel­ur að þess­ar aðstæður séu kom­un­ar upp og tel­ur rétt að formaður víki úr sæti sínu.

Landsþing legg­ur áherslu á að stjórn Sam­bands­ins sinni sínu hlut­verki sam­einuð og sterk á skip­un­ar­tíma sín­um, til loka kjör­tíma­bils.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert