„Hermann Austmar er hetja“

Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að það hefði verið …
Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að það hefði verið ömurlegt að fylgjast með málinu. Samsett mynd/mbl.is/Karítas

„Virðulegi for­seti. Her­mann Aust­mar er hetja,“ sagði Jón Pét­ur Zimsen, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, á Alþingi í dag.

Her­mann er faðir stúlku í sjö­unda bekk í Breiðholts­skóla sem hef­ur stigið fram og gagn­rýnt aðgerðarleysi Reykja­vík­ur­borg­ar gagn­vart of­beld­is- og eineltis­vanda í skól­an­um sem hef­ur staðið yfir árum sam­an.

Þarf mik­inn kjark

„Það þarf mik­inn kjark til að koma fram og gagn­rýna skóla barn­anna sinna. Eng­inn vill eiga í ill­deil­um við skóla barn­anna sinna. Skól­ar eiga að vera griðastaður en ekki vett­vang­ur dag­legs of­beld­is árum sam­an. Nú höf­um við emb­ætt­is­menn, stjórn­mála­menn og ráðherra á góðum laun­um sem á góðviðris­dög­um belgja sig út og tala fjálg­lega um börn og ung­menni, að þau eigi skilið það besta og að við eig­um að hlusta á þau.

Svo koma erfið mál. Þá sér maður und­ir ilj­arn­ar á sama fólki. Og þau sem enda með heitu kart­öfl­una kasta henni um­svifa­laust frá sér, bara eitt­hvert annað,“ sagði Jón Pét­ur und­ir liðnum störf þings­ins í dag.

Ömur­legt að fylgj­ast með mál­inu

Hann bætti við að það hefði verið öm­ur­legt að fylgj­ast með mál­inu í Breiðholt­inu síðastliðnar vik­ur. Þetta væri mál sem hefði verið í gangi árum sam­an sam­kvæmt for­eldr­um í skól­un­um, mál sem bitnaði á tug­um og hundruðum barna hvern dag, mál sem skaðaði framtíðarmögu­leika barna, mál sem hrekti íbúa úr hverf­inu sínu.

„Fjöl­skyld­ur eru að flytja í burtu úr hverf­inu.“

Seg­ir þetta vera próf­mál

Jón Pét­ur benti á að svona staða sprytti ekki upp úr tóma­rúmi.

„Jarðveg­ur þarf að vera til staðar. Það þarf góðan tíma fyr­ir svona mál að þrosk­ast og dafna. Börn, for­eldr­ar og starfs­menn skól­ans hafa bein­lín­is öskrað hjálp með gerðum sín­um og tali í lang­an tíma. Full­orðna fólkið á góðu laun­un­um, það ypp­ir bara öxl­um og send­ir bolt­ann á næsta mann og ráðherr­ann horf­ir bara á. Á meðan þjást fjöl­skyld­ur í Bökk­un­um. Þetta er próf­mál á það hvernig við sem sam­fé­lag tök­um á svona mál­um. Þetta er próf­mál,“ sagði Jón Pét­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert