Leikrit sett upp til að „blekkja kjósendur“

Arna Lára Jónsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sakaði Framsóknarflokkinn og Ásmund Einar …
Arna Lára Jónsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sakaði Framsóknarflokkinn og Ásmund Einar Daðason, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra, um blekkingarleik rétt fyrir kosningar. Samsett mynd/mbl.is/Eggert/Karítas/Ágúst

Arna Lára Jóns­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, gerði leigu­hús­næðið í Blöndu­hlíð í Mos­fells­bæ að um­tals­efni á Alþingi í dag. Hún sagði að opn­un ráðherra Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem var kynnt skömmu fyr­ir kosn­ing­ar, hafi verið „leik­rit sett upp til þess að blekkja kjós­end­ur skömmu áður en þeir gengu inn í kjör­klef­ann.“

Arna Lára ræddi málið und­ir liðnum störf þings­ins í dag. Hún benti á ný­leg­ar frétt­ir þess efn­is að ríkið hefði verið að borga marg­ar millj­ón­ir í leigu­hús­næðinu sem hafði verið ætlað að vera meðferðar­heim­ili fyr­ir börn og ung­menni í vanda, en mbl.is greindi frá mál­inu í fe­brú­ar. 

Ásmund­ur Ein­ar Daðason, fyrr­ver­andi mennta- og barna­málaráðherra, opnaði hús­næðið fjór­um dög­um fyr­ir kosn­ing­ar, en þing­kosn­ing­ar fóru fram 30. nóv­em­ber. 

Upp­fyll­ir ekki kröf­ur um bruna­varn­ir

„Við það til­efni sagði hann að hvert barn ætti rétt á ör­uggu og hlýju um­hverfi þar sem það fyndi fyr­ir stuðningi og fengi þá aðstoð sem það þyrfti.

Ekk­ert barn hef­ur fengið ör­uggt og hlýtt um­hverfi í Blöndu­hlíð. Meðferðar­heim­ilið hef­ur nefni­lega aldrei opnað og óvíst er hvort það muni gera það yf­ir­höfuð þar sem hús­næðið upp­fyll­ir ekki kröf­ur um bruna­varn­ir. Opn­un­in var nefni­lega leik­rit sem var sett upp til að blekkja kjós­end­ur skömmu áður en þeir gengu inn í kjör­klef­ann,“ sagði Arna Lára. 

Samn­ing­ur­inn fór óhefðbundna leið

Hún bætti við að það væri ekki bara óskamm­feiln­in í þeirri blekk­ingu sem vekti at­hygli, held­ur hefði nú verið vak­in at­hygli á því í fjöl­miðlum að leigu­samn­ing­ur­inn sem gerður hefði verið við eig­end­ur hús­næðis­ins hefði ekki farið hina hefðbundnu leið í gegn­um Fram­kvæmda­sýslu rík­is­ins.

„Enn frem­ur kem­ur fram í leigu­samn­ingn­um að leigutaki sætti sig að öllu leyti við ástand hús­næðis­ins. Vegna þessa hef­ur rík­is­sjóður verið að borga millj­ón­ir króna í leigu fyr­ir hús­næði sem ríkið get­ur ekki notað og millj­ón­ir króna í leigu fyr­ir hús­næði sem það þarf að leigja í staðinn fyr­ir þessa starf­semi,“ sagði Arna Lára og bætti við að þessi vinn­brögð væru óboðleg með öllu. 

Heim­ilt að rifta samn­ing­um

Ingi­björg Isak­sen, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, brást við orðum Örnu Láru og sagði að all­ir gætu verið sam­mála því að skyn­sam­legra hefði verið að vinna málið bet­ur.

„Hins veg­ar er mik­il­vægt líka að koma því á fram­færi að það stend­ur í leigu­samn­ingn­um að komi í ljós á fyrstu sex mánuðunum að hús­næðið sé ekki hæft börn­um af ein­hverj­um ástæðum þá sé það ekki leigu­tak­an­um kenna og þá megi rifta leigu­samn­ingn­um. Það hef­ur ekki verið gert af nú­ver­andi rík­is­stjórn og hef­ur hæst­virt­ur ráðherra komið því á fram­færi að hús­næðið muni fara í aðra notk­un.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert