Lögregla heldur spilunum þétt að sér

Rannsókn miðar vel.
Rannsókn miðar vel. Samsett mynd/mbl.is/Eggert/Sigurður Bogi

Lög­regla hef­ur haldið spil­un­um þétt að sér í rann­sókn á mann­dráps­máli vegna rann­sókn­ar­hags­muna. Málið þykir óvenju­legt fyr­ir þær sak­ir að auk þess að rann­saka mann­dráp snýr rann­sókn­in að frels­is­svipt­ingu og fjár­kúg­un. Fá ef nokk­ur dæmi eru um það í ís­lenskri rétt­ar­sögu. Jafn­framt er óvenju­legt hversu marg­ir hafa verið hand­tekn­ir í tengsl­um við rann­sókn­ina og hneppt­ir í varðhald.

Maður á sjö­tugs­aldri lést á sjúkra­húsi eft­ir að hann fannst þungt hald­inn í Gufu­nesi.

Sex eru í gæslu­v­arðhaldi og Jón Gunn­ar Þór­halls­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Suður­landi sem fer með rann­sókn máls­ins, vill ekki tjá sig um það hvort fleiri hand­tök­ur gætu verið í far­vatn­inu í tengsl­um við rann­sókn máls­ins.

Þrenns kon­ar glæp­ir

„Frels­is­svipt­ing­in er al­var­leg ein og sér, fjár­kúg­un er al­var­leg­ur glæp­ur einn og sér og svo er mannslátið sem við erum að rann­saka. Það eru marg­ir aðilar sem er verið að rann­saka og það seg­ir sig sjálft að það eru marg­ir ang­ar sem þarf að rann­saka. Sam­fé­lagið okk­ar er að breyt­ast með því til­liti að við höf­um fengið mynd­bands­upp­tök­ur úr hús­um, bíl­um og sím­um. Það er tíma­frekt að fara yfir það efni og skoða hvað á við þegar kem­ur að rann­sókn máls­ins,“ seg­ir Jón Gunn­ar.

Hann seg­ir að rann­sókn­inni miði vel og yf­ir­sýn sé orðin ágæt.

Taka ákvörðun um fram­hald gæslu­v­arðhalds 

Fyrstu gæslu­v­arðhalds­úrsk­urðirn­ir renna út á morg­un en fyrstu úr­sk­urðirn­ir giltu í viku. Jón Gunn­ar seg­ir að enn eigi eft­ir að leggja mat á það hvort kraf­ist verði áfram­hald­andi gæslu­v­arðhalds.

Eru enn sex í gæslu­v­arðhaldi?

„Já, það eru enn sex í gæslu­v­arðhaldi,“ seg­ir Jón Gunn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert