Lögreglustjóri gerður afturreka í þrígang

Halla Bergþóra Björns­dótt­ir lög­reglu­stjóri
Halla Bergþóra Björns­dótt­ir lög­reglu­stjóri

Rík­is­sak­sókn­ari hef­ur í þrígang gert lög­reglu­stjór­ann á höfuðborg­ar­svæðinu aft­ur­reka með ákv­arðanir sín­ar um að hætta rann­sókn á meint­um saka­mál­um sem Ein­ar S. Hálf­dán­ar­son hæsta­rétt­ar­lögmaður hef­ur kært til lög­regl­unn­ar. Í öll­um til­vik­um fel­ur rík­is­sak­sókn­ari lög­regl­unni að rann­saka um­rædd mál. Lög­reglu­stjóri er Halla Bergþóra Björns­dótt­ir.

Tvö mál­anna varða meinta ólög­lega fjár­söfn­un og mútu­greiðslur fyr­ir­svars­fólks Solar­is-sam­tak­anna til er­lendra aðila sem ætlað var að liðka fyr­ir brott­flutn­ingi Palestínu­manna frá Gasa-svæðinu yfir til Egypta­lands og þaðan hingað til lands, en frá þessu var greint í Morg­un­blaðinu á laug­ar­dag.

Í þeim mál­um kærði Ein­ar þær Semu Erlu Ser­d­aroglu og Maríu Lilju I.Þ. Kemp fyr­ir meinta refsi­verða fjár­söfn­un sam­tak­anna sem þær voru í for­svari fyr­ir sem og fyr­ir mútu­greiðslur til er­lendra aðila.

Þriðja málið varðar ætlað brot Palestínu­manns­ins Ibaa Ben Hos­heyeh og fé­laga hans á þeirri grein al­mennra hegn­ing­ar­laga sem mæl­ir fyr­ir um að hót­an­ir um að fremja refsi­verðan verknað sem og hæðast að, róg­bera, smána mann eða hóp manna á grund­velli þjóðern­is­upp­runa m.a. séu refsi­verðar. Há­marks­refs­ing við slík­um brot­um er fang­elsi allt að tveim­ur árum.

Birti áður­nefnd­ur Ibaa Ben Hos­heyeh mynd af Face­book-síðu sinni þar sem hvatt er til drápa á gyðing­um hvar sem til þeirra næðist og lík þeirra sví­virt. Sagði hann þá af­kvæmi svína og apa ásamt því að ausa yfir þá sví­v­irðing­um af ýms­um toga.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert