Loka fyrir kalt vatn í Kópavogi

Kópavogur.
Kópavogur. mbl.is/Sigurður Bogi

Lokað verður fyr­ir kalt vatn í Kópa­vogi frá klukk­an 22 á fimmtu­dags­kvöld og fram und­ir morg­un.

Lok­un­in nær til alls Kópa­vogs fyr­ir utan Vatns­enda­hverfi, þ.e. Þing og Hvörf. Sund­laug­ar Kópa­vogs munu loka hálf­tíma fyrr, eða hálf­tíu.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu bæj­ar­ins.

Þar seg­ir að ástæðan fyr­ir lok­un­inni sé teng­ing á nýj­um vatnstanki við veitu­kerfi bæj­ar­ins.

Vatns­veita Kópa­vogs sér Garðabæ fyr­ir köldu vatni en lok­un­in hef­ur ekki áhrif á vatns­öfl­un til Garðbæ­inga.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert