Ökumaður var gripinn af lögreglu á 130 km/klst. hraða á götu þar sem leyfður hámarkshraði er 60 km/klst.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar þar sem útlistuð eru verkefni frá klukkan 17 í gær.
Alls voru átta ökumenn sektaðir fyrir umferðarlagabrot frá klukkan 17 til 21 um kvöldið.
Þá vísaði lögreglan tveimur ölvuðum úr verslunarkjarna.
Lögreglan sem sinnir eftirliti í Kópavogi og Breiðholti færði barn á lögreglustöð sem hafði slegið og sparkað í lögreglumann. Foreldrar og barnavernd voru kölluð til.
Þá var afskipti haft af hópamyndun ungmenna í verslunarkjarna. Einu ungmenninu var ekið heim.