Tekinn á meira en tvöföldum hámarkshraða

Lögreglan hafði afskipti af þó nokkrum ökumönnum í gær.
Lögreglan hafði afskipti af þó nokkrum ökumönnum í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ökumaður var grip­inn af lög­reglu á 130 km/​klst. hraða á götu þar sem leyfður há­marks­hraði er 60 km/​klst.

Þetta kem­ur fram í dag­bók lög­regl­unn­ar þar sem út­l­istuð eru verk­efni frá klukk­an 17 í gær.

Alls voru átta öku­menn sektaðir fyr­ir um­ferðarlaga­brot frá klukk­an 17 til 21 um kvöldið.

Þá vísaði lög­regl­an tveim­ur ölvuðum úr versl­un­ar­kjarna.

Ung­menni ekið heim

Lög­regl­an sem sinn­ir eft­ir­liti í Kópa­vogi og Breiðholti færði barn á lög­reglu­stöð sem hafði slegið og sparkað í lög­reglu­mann. For­eldr­ar og barna­vernd voru kölluð til.

Þá var af­skipti haft af hópa­mynd­un ung­menna í versl­un­ar­kjarna. Einu ung­menn­inu var ekið heim.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert