„Það verður ekkert eftir“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    „Það verður ekk­ert eft­ir hér í lok dags býst ég við.“

    Þetta seg­ir Björg­vin Vík­ings­son, fram­kvæmda­stjóri Bón­us, en nú stend­ur yfir rým­ing­ar­sala á öll­um vör­um í versl­un Bón­us í Nausta­hverfi á Ak­ur­eyri.

    Af­slátt­ur er 30% af öll­um vör­um og seg­ir Björg­vin viðtök­urn­ar hafa verið ótrú­leg­ar.

    Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónus, er ánægður með viðtökur Akureyringa.
    Björg­vin Vík­ings­son, fram­kvæmda­stjóri Bón­us, er ánægður með viðtök­ur Ak­ur­eyr­inga. mbl.is/Þ​or­geir

    Allt kjöt kláraðist á klukku­tíma

    Allt kjöt og þess­ar helstu vör­ur hafi klár­ast á fyrsta klukku­tím­an­um. Tel­ur Björg­vin að ekki sé meira en þriðjung­ur eft­ir af öll­um vör­um í búðinni.

    Björg­vin seg­ir að þessi hátt­ur hafi al­mennt verið hafður á þegar breyta þurfi það miklu í búðinni að ekki sé annað hægt en að loka.

    Leyfa kúnn­an­um að njóta

    Er þetta ein­göngu gert til að losa vör­urn­ar eða sumpart einnig til að þakka fólki vænt­an­lega biðlund á meðan búðin verður lokuð?

    „Þetta er reynd­ar mjög góð spurn­ing. Við töl­um mikið um að reyna að leyfa kúnn­an­um að njóta góðs af þegar við erum að fara í svona fram­kvæmd­ir. Þess vegna eru við mjög ánægð með mót­tök­urn­ar og okk­ur þykir gam­an að sjá hvað er aug­ljóst hversu vel er tekið í þetta.“

    Búðin var troðfull frá opnun klukkan 10 í morgun.
    Búðin var troðfull frá opn­un klukk­an 10 í morg­un. Ljós­mynd/​Bón­us

    Lík­lega stærsta start á rým­ing­ar­sölu í Bón­us

    Fáið þið alltaf svona góðar mót­tök­ur við þess­um rým­ing­ar­söl­um?

    „Ég er nátt­úru­lega ekki bú­inn að vera það lengi hér til að segja ná­kvæm­lega hvernig það hef­ur verið en með mér eru fróðari menn sem hafa verið hér leng­ur og þekkja tím­ana tvenna. Þeir segja að þetta sé lík­lega stærsta startið sem við höf­um séð.

    Það var ekki þver­fótað hérna í morg­un,“ seg­ir Björg­vin og hlær. „Það var ekki hægt að kom­ast að hill­un­um, þú þurft­ir bara að velja eina leið og fara svo í röðina.“

    All kjöt kláraðist á klukkutíma.
    All kjöt kláraðist á klukku­tíma. mbl.is/Þ​or­geir

    Tók lang­an tíma að kom­ast í gegn

    Björg­vin seg­ir það of­sög­um sagt að tekið hafi allt að tvær klukku­stund­ir að kom­ast inn í búðina í dag. Seg­ir hann þann tíma frek­ar eiga við að kom­ast í gegn­um hana alla og út úr henni.

    „Það er aðeins farið að létta á þessu núna,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn. Hann seg­ir mjög marga hafa keypt mjög stór­ar körf­ur og að þær stærstu hafi kostað um 40-50 þúsund krón­ur með 30% af­slætti.

    Opið verður til 20 í búðinni í kvöld eins og alla daga. Þor­geir Bald­urs­son, frétta­rit­ari mbl.is og Morg­un­blaðsins, fór á stjá og tók meðfylgj­andi mynd­ir og mynd­bönd af ör­tröðinni.

    Tómlegt var um að lítast í hillunum í Bónus í …
    Tóm­legt var um að lít­ast í hill­un­um í Bón­us í Nausta­hverfi þegar ljós­mynd­ara mbl.is bar að garði. mbl.is/Þ​or­geir
    mbl.is
    Fleira áhugavert

    Innlent »

    Fleira áhugavert