Tölvupóstsamskipti sýna fram á ósamræmi

Viljayfirlýsing vegna byggingu meðferðarheimilisins var undirrituð í desember 2018.
Viljayfirlýsing vegna byggingu meðferðarheimilisins var undirrituð í desember 2018. Samsett mynd

Enn gæt­ir ósam­ræm­is í svör­um ráðuneyta og stofn­ana þegar kem­ur að veit­ingu upp­lýs­inga um stöðu nýs meðferðar­heim­il­is, sem átti að reisa í Garðabæ.

Í mars 2024 virðist hafa verið tek­in ákvörðun um það af hálfu Barna- og fjöl­skyldu­stofu að meðferðar­heim­ili fyr­ir börn með fjölþætt­an vanda, sem rísa átti við Víf­ilstaðavatn í Garðabæ yrði frek­ar reist í Skála­túni í Mos­fells­bæ. Sér­fræðing­ar mennta- og barna­málaráðuneyt­is­ins og fjár­málaráðuneyt­is­ins voru upp­lýst­ir um þá ákvörðun, sem og starfsmaður fram­kvæmda­sýslu rík­is­eigna.

Þetta sýna tölvu­póst­sam­skipti sem mbl.is fékk af­hent frá fjár­málaráðuneyt­inu.

Er þetta ekki í sam­ræmi við full­yrðing­ar mennta- og barna­málaráðherra, en í sam­tali við mbl.is í síðustu viku sagði hún eng­ar ákv­arðanir hafa verið tekn­ar um breytta staðsetn­ingu meðferðar­heim­il­is­ins. Mennta- og barna­málaráðuneytið hefði aldrei upp­lýst fjár­málaráðuneytið um slík áform.

„Við fund­um ein­hvern póst þar sem komu fram óform­leg­ar vanga­velt­ur um að störu­keppni á milli Garðabæj­ar og fjár­málaráðuneyt­is­ins hefði staðið í tvö eða fjög­ur ár, og ekk­ert gerst og þá er sagt að kannski þurfi að snúa sér að ein­hverju öðru. En það var aldrei nein ákvörðun tek­in um það og ekk­ert form­legt,“ sagði Ásthild­ur Lóa, mennta- og barna­málaráðherra, í sam­tali við mbl.is á föstu­dag.

Greint frá ákvörðun um nýja staðsetn­ingu

Funi Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri meðferðarsviðs Barna- og fjöl­skyldu­stofu, sendi tölvu­póst á sér­fræðing mennta- og barna­málaráðuneyt­is­ins, og starfs­mann hjá fram­kvæmda­sýslu rík­is­eigna þann 14. mars 2024, eða fyr­ir rúm­lega ári síðan, þar sem fram kom að tek­in hefði verið ákvörðun um að bíða ekki leng­ur eft­ir Garðabæ og að stefnt væri á að byggja meðferðar­heim­ilið frek­ar í Mos­fells­bæ.

Starfsmaður fram­kvæmda­sýsl­unn­ar svaraði og minnt­ist á að full­trúi mennta- og barna­málaráðuneyt­is­ins fengi einnig póst­inn og væri því upp­lýst­ur. „...ég lít svo á að þetta er sam­eig­in­leg ákvörðun MRN og BOFS, þið staðfestið,“ sagði starfsmaður­inn í svari sínu. Vísaði hann þar til mennta- og barna­málaráðuneyt­is­ins og Barna- og fjöl­skyldu­stofu.

Sér­fræðing­ur hjá mennta- og barna­málaráðuneyt­inu svaraði og fór af­rit einnig til sér­fræðings í fjár­málaráðuneyt­inu.

„Staðfesti sam­eig­in­leg­an skiln­ing á breyttri staðsetn­ingu meðferðar­heim­il­is­ins,“ sagði sér­fræðing­ur­inn.

Drátt­ur sagður „kom­inn út fyr­ir öll mörk“

Í nóv­em­ber 2023 hafði sami sér­fræðing­ur sent póst á starfs­fólk sömu stofn­ana og tóku þátt í póst­send­ing­un­um, þar sem hann sagði að drátt­ur á mál­um í Garðabæ væri „kom­inn út fyr­ir öll mörk“ og að hann og Funi hefðu rætt það af al­vöru að færa heim­ilið yfir í Skála­tún. Þannig mætti spara fjár­muni í lóðaverði og hægt væri að sam­nýta ýmsa þætti með öðrum stofn­un­um sem til stend­ur að verði í Skála­túni. Virðist það vera í fyrsta skipti sem hug­mynd um nýja staðsetn­ingu er viðruð á milli ráðuneyta og stofn­ana.

Þann 23. októ­ber 2024 virðist svo sem fyr­ir­spurn um málið hafi borist til fjár­málaráðuneyt­is­ins og upp­lýsti sér­fræðing­ur um stöðuna. Að gert hefði verið ráð fyr­ir því að hætt hefði verið við upp­bygg­ing­una við Víf­ilstaði. Gerðar hefðu verið at­huga­semd­ir við það sem kom fram í samn­ingn­um, að verið væri að fara fram á bygg­inga­rétt­ar­gjöld vegna út­hlut­un­ar á lóð und­ir al­mannaþjón­ustu. Það hefði al­mennt ekki verið gert. Sam­tal hefði átt sér stað við Garðabæ um að út­færa þetta með öðrum hætti en áður en lausn var kom­in í málið hefði verið upp­lýst um horft væri frek­ar til Skála­túns.

Þann 5. mars síðastliðinn sendi svo sami sér­fræðing­ur hjá fjár­málaráðuneyt­inu póst til verk­efna­stjóra hjá mennta- og barna­málaráðuneyt­inu þar sem fram kem­ur að það hafi einnig verið áréttað af hálfu mennta- og barna­málaráðuneyt­is­ins á fundi að upp­bygg­ing ætti frek­ar að fara fram í Skála­túni í ljósi seink­un­ar á mál­inu. Fjár­málaráðuneytið hafi því litið svo á að stefnu­breyt­ing hefði orðið og því hefði viðræðum við Garðabæ um greiðslu­fyr­ir­komu­lag á lóðinni ekki verið lokið.

Ákvörðun um bygg­ingu nýs heim­il­is tek­in 2015 

Vilja­yf­ir­lýs­ing um bygg­ingu nýs meðferðar­heim­il­is, fyr­ir börn með fjölþætt­an vanda, við Víf­ilstaðavatn í Garðabæ, var und­ir­rituð í des­em­ber árið 2018. Þá var gert ráð fyr­ir að fram­kvæmd­ir hæf­ust árið 2020 og von­ir bund­ar við að þeim lyki sama ár.

Ákvörðun um bygg­ingu nýs meðferðar­heim­il­is var reynd­ar tek­in árið 2015. Var þá verið að bregðast við ábend­ingu rík­is­end­ur­skoðunar sem gerði út­tekt á stöðu barna­vernd­ar­mála á Íslandi. Talað var um að þar til nýtt meðferðar­heim­ili yrði sett á lagg­irn­ar yrði þess­um hópi barna sinnt á meðferðar­heim­il­inu Há­holti í Skagaf­irði. Há­holti var hins veg­ar lokað árið 2017.

í mars 2025 er enn lítið að frétta af um­ræddu meðferðar­heim­ili og úrræðal­eysið aldrei verið meira, líkt og mbl.is hef­ur áður greint frá. 

Í svari mennta- og barna­málaráðuneyt­is­ins við fyr­ir­spurn mbl.is um stöðuna á bygg­ingu nýs meðferðar­heim­il­is, sem barst í fe­brú­ar, sagði að aldrei hefði náðst sam­komu­lag um fyr­ir­hugað meðferðar­heim­ili í Garðabæ eða staðsetn­ingu þess. Sá mögu­leiki væri þó enn fyr­ir hendi að það myndi á end­an­um rísa í Garðabæ, en áform um bygg­ingu þess væri hluti af heild­ar­end­ur­skoðun þjón­ustu við börn með fjölþætt­an vanda.

Komu þessi svör ráðuneyt­is­ins Alm­ari Guðmunds­syni, bæj­ar­stjóra í Garðabæ, spánskt fyr­ir sjón­ir. Taldi hann að málið væri í far­vegi hjá bæði mennta- og barna­málaráðuneyt­inu og fjár­málaráðuneyt­inu. Staðsetn­ing heim­il­is­ins hefði verið klár áður en vilja­yf­ir­lýs­ing­in var und­ir­rituð. Sagði hann að sam­tal hefði staðið yfir vegna út­færslu á gatna­gerðar­gjöld­um og að ýtt hefði verið við full­trú­um fjár­málaráðuneyt­is­ins að minnsta kosti í tvígang, án þess að svör hefðu borist.

Bæj­ar­stjór­inn aldrei upp­lýst­ur 

Í svari fjár­málaráðuneyt­is­ins við fyr­ir­spurn mbl.is um stöðu máls­ins, fyrr í þess­um mánuði, sagði að ekk­ert hefði verið unnið að samn­ingi um út­hlut­un lóðar í Garðabæ und­ir fyr­ir­hugað meðferðar­heim­ili frá ár­inu 2023. Enda hefði mennta- og barna­málaráðuneytið upp­lýst fjár­málaráðuneytið um það í nóv­em­ber 2023 að til stæði að færa verk­efnið yfir í Skála­tún í Mos­fells­bæ.

Þetta var bæj­ar­stjór­inn í Garðabæ hins veg­ar aldrei upp­lýst­ur um og hef­ur hann staðið í þeirri mein­ingu að meðferðar­heim­ilið myndi rísa við Víf­ilstaðavatn.

Í svari fjár­málaráðneyt­is­ins sagði að ráðuneytið hefði talið að mennta- og barna­málaráðuneytið myndi upp­lýsa sveit­ar­fé­lagið, enda hefði fjár­málaráðuneytið ekki staðið að upp­haf­legri vilja­yf­ir­lýs­ingu.

Í sam­tali við mbl.is í síðustu viku sagði Alm­ar það mjög sárt að þurfa að lesa um þessa ákvörðun í fjöl­miðlum.

„Vilja­yf­ir­lýs­ing árið 2018 var upp­haf máls­ins og þá ger­um við ráð fyr­ir því ef málið dett­ur niður að það sé þá klárað á þann hátt. Ég hvet þessi tvö ráðuneyti til að tala bet­ur sam­an og hafa það þá skýrt hver á að eiga sam­skipt­in við sveit­ar­fé­lagið,“ sagði Alm­ar.

Sagði mikla und­ir­bún­ings­vinnu hafa átt sér stað

Öllum þess­um árum og tölvu­póst­sam­skipt­um síðar virðist ekk­ert hafa þokast hvað varðar bygg­ingu nýs meðferðar­heim­il­is fyr­ir börn með fjölþætt­an vanda. Eng­inn virðist í raun vita hvar heim­ilið mun rísa, enda eru svör­in mis­mun­andi eft­ir því hver er spurður. 

Í sam­tali við mbl.is í byrj­un mars sagði áður­nefnd­ur Funi, fram­kvæmda­stjóri meðferðarsviðs Barna- og fjöl­skyldu­stofu, að mik­illi und­ir­bún­ings­vinnu í tengsl­um við bygg­ingu og skipu­lag heim­il­is­ins væri þó lokið. Þá sagði hann einnig að áfram­hald­andi vinna strandaði á því að staðsetn­ing­una vantaði. Hann minnt­ist þá ekki á að ákvörðun hefði verið tek­in um að færa verk­efnið yfir í Skála­tún í Mos­fells­bæ, sem geng­ur nú und­ir heit­inu Far­sæld­ar­tún. En þar er stefnt að upp­bygg­ingu þjón­ustu fyr­ir börn með fjölþætt­an vanda.

Við Far­sæld­ar­túni stend­ur ein­mitt Blöndu­hlíð, þar sem til stóð að opna meðferðar­heim­ili í des­em­ber síðastliðnum. Ekk­ert varð hins veg­ar af því þar sem hús­næðið stóðst ekki bruna­út­tekt, þrátt fyr­ir end­ur­bæt­ur. Meðferðar­heim­ilið er nú starf­rækt tíma­bundið á Vogi, en sá leigu­samn­ing­ur gild­ir til ára­móta.

Á nýja meðferðar­heim­il­inu, sem eng­inn veit hvar eða hvenær mun rísa, er gert ráð fyr­ir sex til átta pláss­um í þrem­ur aðskild­um álm­um og er það ætlað ung­ling­um sem þurfa sér­hæfða meðferð á meðferðar­heim­ili vegna al­var­legs hegðunar- og/​​​eða vímu­efna­vanda. Þar munu börn á aldr­in­um 15-17 ára einnig geta afplánað óskil­orðsbundna fang­els­is­dóma á for­send­um meðferðarþarfar í stað fang­els­is­vist­ar og eft­ir at­vik­um setið í gæslu­v­arðhaldi í lausa­gæslu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert