Ætla að loka gatinu

Hallinn nam einhverjum tugum milljarða í fjármálaáætlun fyrir ári síðan …
Hallinn nam einhverjum tugum milljarða í fjármálaáætlun fyrir ári síðan að sögn Kristrúnar og segir hún nokkra tugi milljarða bætast við það sem við blasti þá. mbl.is/Karítas

„Við tók­um í raun við gati sem var stærra en upp­haf­lega lá fyr­ir. Vissu­lega voru breytt­ar for­send­ur til umræðu við af­greiðslu síðustu fjár­laga en það var ekki búið að klára spána út allt kjör­tíma­bilið ef svo má segja.“

Þetta seg­ir Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra um lak­ari stöðu rík­is­fjár­mála en út­lit var fyr­ir þegar rík­is­stjórn henn­ar tók við í des­em­ber á síðasta ári.

Hall­inn nam ein­hverj­um tug­um millj­arða í fjár­mála­áætl­un fyr­ir ári síðan að sögn Kristrún­ar og seg­ir hún nokkra tugi millj­arða bæt­ast við það sem við blasti þá.

„Þetta er bara úr­lausn­ar­efni og ég ætla ekk­ert að missa trúna þrátt fyr­ir að við fáum þetta í fangið. Við erum bara lausnamiðuð og ætl­um að gera það sem við get­um til að loka þessu gati.“

Ýmis­legt verið óút­fært

Innt eft­ir skýr­ing­um seg­ir Kristrún ým­is­legt í síðustu fjár­mála­áætl­un hafa verið óút­fært.

„Það var óút­færð eigna­sala til að mynda og út­fært aðhald og þætt­ir sem átti eft­ir að taka ákvörðun um og kannski reyn­ist ekki fót­ur fyr­ir. Þetta er eitt­hvað sem var til umræðu þegar fjár­mála­áætl­un var lögð fram síðast.

Síðan eru ytri aðstæður sem hafa breytt af­kom­unni, til að mynda urðu breyt­ing­ar í tekju­spá rík­is­sjóðs vegna minni um­svifa en áður var bú­ist við. Það gerði að verk­um að tekj­ur sem fyrri rík­is­stjórn ætlaði að reiða sig á í fram­hald­inu komu ekki inn með sama hætti og áður.“

Daði Már Kristófersson er fjármálaráðherra í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur.
Daði Már Kristó­fers­son er fjár­málaráðherra í rík­is­stjórn Kristrún­ar Frosta­dótt­ur. Morg­un­blaðið/​Eyþór

Að auki seg­ir Kristrún að við hafi bæst nokk­ur hali af mál­um, lög­fest­um breyt­ing­um sem síðasta rík­is­stjórn skildi eft­ir sig og hafði ekki gert ráð fyr­ir í fjár­mála­áætl­un nú.

„Við stönd­um frammi fyr­ir því þar sem um er að ræða mál til að mynda sem við styðjum eins og upp­bygg­ingu nýja fang­els­is­ins, Stóra-Hrauns. Þar voru í raun­inni óná­kvæm­ar for­send­ur og upp­bygg­ing­in reyn­ist dýr­ari en við horfðist.“

Þá nefn­ir hún þætti eins og kostnað við end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyri og breyt­ing­ar á ör­orku­líf­eyri­s­kerf­inu en ákveðnar breyt­ing­ar urðu þar á og að síðustu nefn­ir hún eitt­hvað sem hún seg­ir að kalla megi veik­leika í fyrri spá sem rík­is­stjórn­in taki nú í fangið.

Þetta er bara áskor­un

„Við erum ekk­ert að kvarta yfir þessu. Við erum bara að lýsa aðstæðum. Skila­boðin frá minni rík­is­stjórn og öll­um þeim ráðherr­um sem ég vinn hér með að við mun­um loka gat­inu og styrkja af­kom­una.

Þannig að þetta er bara áskor­un en þetta er staðan engu að síður þegar við tök­um við.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert