Foreldrar fyrir vonbrigðum eftir fund í kvöld

Innihald fundarins var ekki það sem foreldrarnir bjuggust við.
Innihald fundarins var ekki það sem foreldrarnir bjuggust við. mbl.is/Karítas

Nokkr­ir for­eldr­ar barna við Breiðholts­skóla urðu fyr­ir nokkr­um von­brigðum í kvöld eft­ir fund sem boðað var til í Gerðubergi í Breiðholti í kvöld. Bjugg­ust for­eldr­ar barn­anna við að á fund­in­um gæf­ist tæki­færi á að ræða ástandið sem er uppi við skól­ann en einelt­is- og of­beld­is­vandi hef­ur þrífst við skól­ann und­an­far­in ár, líkt og Morg­un­blaðið og mbl.is hafa fjallað ít­ar­lega um. 

Her­mann Aust­mar, faðir tveggja barna sem ný­lega skiptu um skóla vegna vand­ans í Breiðholts­skóla, var viðstadd­ur fund­inn. Hann seg­ir að inni­hald fund­ar­ins hafi ekki verið það sem hann hafði bú­ist við.

Sner­ist fund­ur­inn að því hvernig megi betr­um­bæta Breiðholtið sem hverfi og gafst lítið tæki­færi á að ræða þann vanda sem er uppi í Breiðholts­skóla. 

Fund­ur­inn var ekki op­inn öll­um held­ur var boðið sér­stak­lega á hann. Her­manni var ekki boðið en mætti þó þrátt fyr­ir það.

Beðin um að ræða leiðir til að bæta hverfið

Á meðal þeirra sem voru viðstadd­ir fund­inn voru sviðsstjór­ar skóla- og frí­stunda­sviðs, vel­ferðarsviðs, full­trú­ar for­eldra­fé­laga- og ráða, ung­mennaráð, starfs­fólk fé­lags­miðstöðva, menn­ing­ar­sendi­herr­ar, full­trú­ar sam­fé­lagslög­regl­unn­ar auk nokk­urra kjör­inna full­trúa.

Seg­ir Her­mann að á fund­in­um hafi hópn­um verið skipt upp á nokk­ur borð þar sem þau höfðu um 30 mín­út­ur til að ræða já­kvæða og nei­kvæða þætti við Breiðholtið og hvernig megi bæta hverfið.

Skiluðu hóp­arn­ir inn skrif­legri um­sögn sem kjörn­ir full­trú­ar munu í kjöl­farið „rýna í“. 

Í sam­ræmi við þá þögg­un sem á sér stað

Spurður hvort það hafi tek­ist að mynda ein­hverja umræðu um ástandið í Breiðholts­skóla í þeim hóp­um sem skipt var upp seg­ir Her­mann að svo hafi ekki verið. 

„Það óheppi­lega við þetta er að það voru vænt­ing­ar um að þetta væri fund­ur til að ræða þessi mál [ástandið í Breiðholts­skóla],“ seg­ir Her­mann.

Seg­ir hann það sé sér­stakt, miðað við það ástand sem hef­ur skap­ast við skól­ann, að at­hygli hafi ekki verið beint að því hvernig megi leysa úr því. 

„Það er líka sér­stakt hversu lítið sam­tal hef­ur átt sér stað. En það er í sam­ræmi við þá þögg­un sem á sér al­mennt stað um of­beldi,“ seg­ir Her­mann að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert