Kosið aftur í rektorskjöri

Enginn frambjóðandi fékk meirihluta atkvæða.
Enginn frambjóðandi fékk meirihluta atkvæða. Samsett mynd

Kosið verður aft­ur á milli Silju Báru R. Ómars­dótt­ur og Magnús­ar Karls Magnús­son­ar í rektors­kjöri til Há­skóla Íslands þar sem eng­inn fram­bjóðanda fékk meiri­hluta greiddra at­kvæða eins og kveðið er á um í regl­um Há­skóla Íslands. 

Kenn­ar­ar og nem­end­ur við Há­skóla Íslands geta kosið aft­ur á milli Silju og Magnús­ar frá klukk­an 9.00 miðviku­dag­inn 26. mars og til klukk­an 17.00 fimmtu­dag­inn 27. mars. 

Í fram­boði voru Björn Þor­steins­son pró­fess­or, Ganna Pogrebna pró­fess­or, Ingi­björg Gunn­ars­dótt­ir, aðstoðarrektor vís­inda og sam­fé­lags og pró­fess­or, Kol­brún Þ. Páls­dótt­ir, for­seti Menntavís­inda­sviðs og dós­ent, Magnús Karl Magnús­son pró­fess­or, Oluwafemi E Idowu pró­fess­or og Silja Bára R. Ómars­dótt­ir pró­fess­or.

Á kjör­skrá voru 14.557 ein­stak­ling­ar, þar af 1.752 starfs­menn og 12.805 nem­end­ur. Alls greiddu 89% starfs­manna at­kvæði í kosn­ing­un­um og 37% nem­enda. Kosn­ingaþátt­taka í heild sinni var 43,5%. 

At­kvæði starfs­fólks vógu 70% í kjör­inu og at­kvæði nem­enda 30%. Reynd­ist Magnús Karl hafa fengið 33,6% at­kvæða í kjör­inu, en Silja Bára 29,3%. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert