Óttinn breyttist nær samstundis í von

Joey Syta hefur magnaða sögu að segja.
Joey Syta hefur magnaða sögu að segja. Ljósmynd/Pétur Kristjánsson

Þann 13. mars voru björg­un­ar­sveit­ir kallaðar út vegna manns sem ekki hafði spurst til í fimm daga. Hann fannst um morg­un­inn í fjöru í Loðmund­arf­irði og hafði þá verið einn í fjör­unni, meidd­ur og mar­inn, nær all­an tím­ann.

Ferðamaður­inn heit­ir Joey Syta og er rúm­lega fer­tug­ur listamaður frá Banda­ríkj­un­um. Blaðamaður mbl.is sett­ist niður með Syta og fékk að heyra upp­lif­un hans.

Syta er ekki ókunn­ug­ur Íslandi. Hann kom hingað til lands í fyrsta sinn árið 2007 til að fara á tón­list­ar­hátíðina Ice­land Airwaves og varð að eig­in sögn ást­fang­inn.

Lagði af stað aðfaranótt 9. mars

Hann hef­ur komið nokkr­um sinn­um til lands­ins síðan þá og dvalið m.a. á Seyðis­firði. Hann hef­ur kynnst Íslend­ing­um og tal­ar vel um ís­lenska vini sína, Seyðis­fjörð sem og Íslend­inga í heild sinni.

Spurður að því hvernig það at­vikaðist að Syta fest­ist í fjöru við Loðmund­ar­fjörð í nær fimm daga seg­ist hann hafa viljað fara að kanna yf­ir­gefið hús sem hann sá á Seyðis­firði síðast þegar hann gisti þar.

Þegar hann kom til lands­ins var hann þreytt­ur eft­ir ferðalagið. Þannig at­vikaðist það að hann var hress og til­bú­inn í að leggja land und­ir fót klukk­an þrjú um nótt, aðfaranótt sunnu­dags­ins 9. mars.

Fór óvart fram hjá hús­inu

Hann klæddi sig vel, pakkaði ör­litlu nesti og tók með sér vasa­ljós og blöð og skrif­færi til að teikna, ef hann fengi inn­blást­ur. Vin­ir sem voru með hon­um lögðu ekki með í ferðina spurðu hann hvort hann væri viss um hvort hann vildi fara. Hann svaraði því til að sól­in yrði kom­in upp eft­ir tvo tíma og að hann myndi fylgja göml­um smala­stíg sem ætti að liggja að áfangastaðnum.

Seg­ir Syta við blaðamann að þegar sól­in hafi svo komið upp hafi hann áttað sig á því að hann hafi farið fram hjá hús­inu. Hann hafi þó ákveðið að halda áfram á stígn­um og njóta um­hverf­is­ins og lands­lags­ins.

Missti takið og féll 3-4 metra

Áður en hann vissi var hann far­inn að klífa bratt­ar hlíðar í Jökli, sem er fyr­ir ofan Loðmund­ar­fjörð, og kveðst hafa orðið skelkaður og viljað koma sér niður í fjör­una sem hann sá fyr­ir neðan sig. 

Í brött­um klett­un­um missti hann svo takið og féll aft­ur fyr­ir sig, niður í fjör­una, að minnsta kosti þrjá til fjóra metra niður til jarðar.

„Ég taldi upp að tveim­ur í höfðinu á meðan ég var að detta og fékk skell á höfuðið og rot­ast í smá­stund,“ seg­ir Syta.

Þá fann hann einnig fyr­ir gíf­ur­leg­um eymsl­um bæði í baki og á öxl­um og var viss um að hann hefði ökkla­brotnað. Hann hafi þó ein­hvern veg­inn náð að renna sér á bak­inu niður úr hlíðinni og í fjör­una. Þá var enn bjart úti. 

Frá björguninni 13. mars.
Frá björg­un­inni 13. mars. Ljós­mynd/​Lands­björg

„Ég er ekki að fara neitt“

Þegar dimma tók áttaði Syta sig á að hann þyrfti að finna sér náttstað til að hvíla sig á. Sím­inn hans náði engu sam­bandi þar sem hann var stadd­ur í fjör­unni í Loðmund­arf­irði. 

Kveðst hann hafa fundið kot, sem hann lýs­ir sem pínu­litl­um helli, og tel­ur hann lík­legt að ein­hver hafi verið þar ein­hvern tím­ann á und­an hon­um þar sem búið var að koma fyr­ir bút­um úr frauðplasti á milli stein­anna og þar gat hann lagst niður.

„Ég segi við sjálf­an mig: „Ég er ekki að fara neitt um hríð. Ég er sár­kval­inn. Sjálfs­traustið er í rúst því núna er ég heimski ferðamaður­inn“,“ seg­ir Syta og bæt­ir við að svo hafi haf­ist vinna.

„Ég gerði þenn­an litla helli eins nota­leg­an og hægt var. Það var svona nátt­úru­leg­ur vegg­ur í kring­um hann og ég stækkaði vegg­inn og fyllti í hann með torfi til að fá meira skjól.“

Drakk vatn og borðaði gras og jurtir

Þá seg­ist Syta hafa fundið staf, sem hann kall­ar Yoda-staf­inn sinn sök­um þess að hann var beinn, grann­ur og með eng­an börk, sem hann notaði til að styðjast við til að ganga.

„Og á öðrum eða þriðja degi finn ég vatns­flösku – gamla gos­flösku, og ég gat notað hana. Núna þurfti ég ekki leng­ur að setja tung­una und­ir bráðnandi klaka. Ég gat fyllt vatns­flösk­una,“ seg­ir hann og kveðst hafa vitað að hann gæti lifað í ein­hvern tíma bara á vatni, sér­stak­lega ís­lenska vatn­inu. 

Syta lifði á snjó, vatni, grasi og jurt­um. 

Því næst lýs­ir Syta mataræði sínu á þeim tæpu fimm dög­um sem hann dvaldi í fjör­unni:

„Ég tók bita og reyndi að sjúga alla hugs­an­legu nær­ingu sem ég gat. Þetta var það eina sem ég neytti í fimm daga,“ seg­ir Seyta. Hann seg­ist hafa tapað mik­illi þyngd á þess­um dög­um.

Upp­lifði aldrei von­leysi

Varðstu aldrei hrædd­ur um líf þitt? Maður myndi halda að flest­ir væru dauðhrædd­ir í þess­um aðstæðum.

„Ég veit það ekki. Ég myndi segja að öll sú hræðsla sem ég fann fyr­ir breytt­ist nær sam­stund­is í: „Þú munt sjá vini þína aft­ur og þú munt sjá fjöl­skyld­una þína aft­ur. Þú munt bjarg­ast.“ Það var aldrei: „Fokk, ég er bú­inn að vera, ég gæti all­teins hoppað í sjó­inn og gef­ist upp.“ Aldrei.“

Þá nefn­ir Syta einnig að hann hafi komið hingað til lands fyr­ir fimm til sex árum síðan um ára­mót­in. Þá hafi hann í fyrsta sinn heyrt um björg­un­ar­sveit­irn­ar. Hann hafi því vitað að þær voru til. 

„Ég vissi að um leið og þeir myndu fá sím­talið þá myndu þeir finna mig.“

Lengra og ít­ar­legra viðtal við Joey Syta mun birt­ast á mbl.is á morg­un.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert