„Þetta er risasigur“

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra segir breytt fyrirkomulag koma …
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra segir breytt fyrirkomulag koma til með að breyta öllu fyrir börn málaflokksins. mbl.is/Eyþór

„Ég ætla bara ekki að lýsa því hvað ég er ánægð með að við séum búin að skrifa und­ir þetta sam­komu­lag,“ seg­ir Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, mennta- og barna­málaráðherra, um und­ir­rit­un sam­komu­lags þess efn­is að ríkið muni taka við fram­kvæmd og ábyrgð á fjár­mögn­un sér­hæfðrar þjón­ustu við börn með fjölþætt­an vanda sem bú­sett eru utan heim­il­is.

Þá seg­ir hún breytt fyr­ir­komu­lag koma til með að breyta öllu fyr­ir börn mála­flokks­ins, þau muni vera í meðferð, ekki bara í vist­un. Einnig von­ast hún til þess að hægt verði að sam­nýta starfs­menn og sér­fræðinga, sem muni skila sér í hagræðingu á rekstri.

Þjón­usta við börn með þriðja stigs vanda hef­ur að sögn Ásthild­ar hvílt mjög þungt á sveit­ar­fé­lög­un­um, en ríkið taki við henni að fullu 1. janú­ar næsta árs.

Hef­ur staðið lengi til

Hvað þýðir þetta raun­veru­lega, hvaða breyt­ing­ar mun­um við sjá?

„Í fyrsta lagi er ríkið að taka að sér þessa þjón­ustu við börn sem eru með þriðja stigs vanda, sem hef­ur hvílt mjög þungt á sveit­ar­fé­lög­un­um. Þannig að við erum að yf­ir­taka það.

Svo fel­ur þetta það í sér að við tök­um við þessu að fullu 1. janú­ar á næsta ári, þannig að nú hefst upp­bygg­ing sem að hef­ur staðið lengi til, í takt við það sem gerð var áætl­un um í skýrslu frá ár­inu 2023.

Núna hefst sú upp­bygg­ing. Það get­ur verið að ein­hverj­ar breyt­ing­ar verði gerðar á henni, núna þegar við för­um að skoða hvernig þetta lít­ur út, en í grunn­inn er það þessi upp­bygg­ing sem hefst.“

Breyt­ir öllu fyr­ir börn­in

Hvaða beinu af­leiðing­ar hef­ur þetta breytta fyr­ir­komu­lag fyr­ir börn­in?

„Að sjálf­sögðu breyt­ir þetta öllu fyr­ir börn­in. Við erum að tala um vist­un­ar­heim­ili fyr­ir börn­in, við erum líka að tala um hagræðingu í rekstri – hún ger­ist þegar við erum kom­in með þetta í okk­ar hend­ur, erum kom­in með meðferðarpláss­in sem við þurf­um og kannski ein­hverja kjarna þar sem hægt er að sam­nýta starfs­menn og sér­fræðinga og annað þess hátt­ar.

Börn­in munu vera í meðferð hjá okk­ur, ekki bara í vist­un ef svo má segja. Þannig að þetta mun breyta al­veg gríðarlega miklu og við mun­um fara langt með þetta, ég trúi að við verðum kom­in langt með þetta núna bara á þessu ári. En af því að við þurf­um að taka við þeim börn­um sem að nú þegar eru í vist­un, þann 1. janú­ar á næsta ári.

Svo mun þró­un­in halda áfram, en upp­bygg­ing­in er haf­in, það fer ekk­ert á milli mála. Þetta er risa­sig­ur, þetta er búið að sitja á hak­an­um í ein­hver ár. Alla­vega var því fyrst flaggað að í þetta stefndi árið 2011. Ég ætla bara ekki að lýsa því hvað ég er ánægð með að við séum búin að skrifa und­ir þetta sam­komu­lag.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert