Ásdís hjólar í störf Heiðu sem formanns

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs.
Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs. mbl.is/Sigurður Bogi

Ásdís Kristjáns­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Kópa­vogs, seg­ir að meint­ur trúnaðarbrest­ur frá­far­andi for­manns Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga (SÍS) í kjaraviðræðum kenn­ara hafi verið grafal­var­leg­ur. Hún hefði stutt til­lögu um van­traust á hend­ur for­manni hefði Heiða ekki ákveðið að segja af sér.

Þetta kom fram í ræðu henn­ar á Landsþingi SÍS.

Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir seg­ir af sér embætti for­manns SÍS í dag, en mik­il óánægja hef­ur verið með henn­ar störf að und­an­förnu meðal hóps sveit­ar­stjóra í sam­band­inu.

Morg­un­ljóst að það hef­ur verið trúnaðarbrest­ur“

Ásdís byrjaði á því að segja að hlut­verk for­manns væri að tala fyr­ir hags­mun­um allra sveit­ar­fé­lags sam­bands­ins.

„Það er al­veg ljóst að frá­far­andi formaður hef­ur ekki gegnt þessu hlut­verki. Og ég held að öll­um er morg­un­ljóst að það hef­ur verið trúnaðarbrest­ur og trúnaðarbrest­ur var kom­inn milli stjórn­ar, for­manns sem og sveit­ar­fé­laga í þess­ari deilu,“ sagði Ásdís og hélt áfram:

„Formaður hef­ur sem bet­ur fer ákveðið að stíga niður og svo hefði ekki verið hefði ég svo sann­ar­lega stutt til­lögu þess efn­is hvað varðar van­traust á for­mann­inn. Mér finnst þetta grafal­var­legt mál,“ sagði Ásdís.

Van­traust­stil­laga beið Heiðu

Fyr­ir landsþingi beið til­laga sem Morg­un­blaðið hef­ur heim­ild­ir fyr­ir að tug­ir sveit­ar­stjóra um land allt, bæði óháðir og flokks­bundn­ir, hafi ætlað að leggja fram um að Heiða viki sem formaður Sam­bands­ins vegna trúnaðarbrests við stjórn­ina og eft­ir at­vik­um sveit­ar­fé­lög.

Í kjaraviðræðum kenn­ara og sveit­ar­fé­laga var lögð fram inn­an­hústil­laga af rík­is­sátta­semj­ara sem stjórn sam­bands­ins var mót­fall­in.

Heim­ild­ar­menn Morg­un­blaðsins telja víst að Heiða Björg hafi lagt á ráðin um það að leggja bless­un sína yfir til­lögu rík­is­sátta­semj­ara í trássi við vilja stjórn­ar.

Til­lögu vísað til stjórn­ar

Á þing­inu í dag var meðal ann­ars rædd til­laga þess efn­is að hægt verði að víkja for­manni frá störf­um áður en kjör­tíma­bili hans lýk­ur.

Til­lag­an var ekki samþykkt held­ur vísað til stjórn­ar ásamt breyt­ingu á samþykkt­um. Það var við umræður á þess­ari til­lögu sem Ásdís tók til máls.

„Ég vil aldrei aft­ur þurfa horfa aft­ur upp á það að formaður sam­bands­ins tali op­in­ber­lega gegn vilja stjórn­ar og beiti sér bein­lín­is í aðstöðu sinni gegn hags­mun­um sam­bands­ins,“ sagði Ásdís.

Heiða hef­ur hafnað því að hafa lagt bless­un sína yfir til­lögu rík­is­sátta­semj­ara en hún sagði þó op­in­ber­lega að hún styddi til­lög­una.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert