Uppfært: Dráttarbíllinn bilaði ekki

Búið er að opna göngin aftur.
Búið er að opna göngin aftur. Ljósmynd/Stefán Valmundarsson

Hval­fjarðargöng­un­um var lokað í um klukku­tíma fyrr í dag, en þá fest­ist bif­reið sem verið var að draga í gegn­um göng­in í bremsu. Tók nokk­urn tíma að laga bíl­inn og þurfti að fjar­lægja drifskaftið áður en hægt var að halda áfram för bíls og drátt­ar­bíls. 

Grét­ar Stef­áns­son, aðal­varðstjóri hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, staðfesti í sam­tali við mbl.is að lög­regl­an hefði fengið til­kynn­ingu á fjórða tím­an­um um bil­un­ina og var göng­un­um lokað í kjöl­farið. 

Búið er að opna göng­in á ný en eins og sjá má á vef­mynda­vél­um Vega­gerðar­inn­ar þá skapaðist mik­il um­ferðarteppa á meðan göng­in voru lokuð.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð, en í fyrri út­gáfu sagði að bíll hefði bilað í göng­un­um og að drátt­ar­bif­reiðin sem send var til að draga hann hefði bilað líka, en svo reynd­ist ekki vera. 

Hér má sjá umferðina í átt að göngunum.
Hér má sjá um­ferðina í átt að göng­un­um. Vef­mynda­vél/​Vega­gerðin
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert