Endurnýja 5% gatna í Reykjavík í ár

Á kortinu má sjá þær götur og götukafla sem áformað …
Á kortinu má sjá þær götur og götukafla sem áformað er að malbika eða fara í malbiksviðgerðir á í sumar. Kort/Reykjavíkurborg

Reykja­vík­ur­borg áform­ar að end­ur­nýja um 5% af gatna­kerfi borg­ar­inn­ar á þessu ári, eða um 21 km. Mal­bikað verður fyr­ir millj­arð í sum­ar og til viðbót­ar farið í mal­biksviðgerðir fyr­ir 200 millj­ón­ir. Gert er ráð fyr­ir að hægt verði að hefja fram­kvæmd­ir við fræs­ingu og yf­ir­lagn­ir í maí og að þeim ljúki í sept­em­ber.

Tals­vert hærra hlut­fall gatna verður end­ur­nýjað á þessu ári en í fyrra, en þá voru aðeins 15,1 km end­ur­nýjaðir, eða 3,5% af göt­um borg­ar­inn­ar. Hafði hlut­fallið hins veg­ar ekki verið jafn lágt síðan árið 2014. Á meðfylgj­andi grafi má sjá hvernig þró­un­in hef­ur verið síðustu 20 árin.

Samanburður á endurnýjun slitlags milli ára.
Sam­an­b­urður á end­ur­nýj­un slit­lags milli ára. Graf/​Reykja­vík­ur­borg

Í til­kynn­ingu frá borg­inni kem­ur fram að hlut­fall gatna sem flokk­ist í slæmu ástandi, eða þar sem líf­tími þeirra er liðinn, hafi lækkað úr 15% síðastliðin ár niður í 5% nú í janú­ar. Hins veg­ar sé um þriðjung­ur gatna borg­ar­inn­ar sem á 1-5 ár eft­ir af líf­tíma sín­um. Á und­an­förn­um árum hef­ur svo hlut­fall gatna í góðu ástandi hald­ist sam­bæri­leg­ur eða á bil­inu 58-66%, en það eru göt­ur sem eiga meira en fimm ár eft­ir af líf­tíma sín­um.

Meðfylgj­andi göt­ur eða götukafl­ar verða í for­gangi í sum­ar sam­kvæmt til­kynn­ing­unni:

  • Ak­ur­gerði (Soga­veg­ur - Breiðagerði)
  • Aust­ur­brún
  • Álfa­bakki
  • Álm­gerði (Stóra­gerði - Furu­gerði)
  • Ásvalla­gata, Bakk­astaðir nr. 1-75 ( Bakk­astaðir aðal­gata - inn í enda)
  • Barma­hlíð
  • Barón­stíg­ur
  • Bergstaðastræti
  • Berj­arimi (Berj­arimi nr. 65 - inn í enda)
  • Bjarg­ar­stíg­ur
  • Borg­ar­tún - hring­torg v/​Sól­tún
  • Borga­veg­ur - Smár­arima­torg
  • Borga­veg­ur (Lang­irimi - Vík­ur­veg­ur)
  • Borga­veg­ur (Sól­eyj­arrimi - Spöng)
  • Borga­veg­ur/​Móa­veg­ur
  • tengi­veg­ur Brá­valla­gata nr. 40-50
  • Breiðagerði (Mos­gerði - Soga­veg­ur)
  • Breiðhöfði (Straum­ur - Bílds­höfði)
  • Bú­staðaveg­ur (Grens­ás­veg­ur - Rétt­ar­holts­veg­ur)
  • Bæj­ar­háls (Rofa­bær - Höfðabakki) st. 15 -248
  • Dvergs­höfði (Höfðabakki - Höfðabakki nr. 3)
  • Fanna­fold nr. 134-156
  • Fanna­fold nr. 158-170
  • Fanna­fold nr. 225-251
  • Fé­lag­stún að Höfða
  • Fjall­konu­veg­ur (Funa­fold - Loga­fold)
  • Fjall­konu­veg­ur (Loga­fold - Gagn­veg­ur)
  • Frí­kirkju­veg­ur (Lækj­ar­gata - Frí­kirkja)
  • Frosta­fold nr. 1-25
  • Frosta­fold nr. 40-62 og 165-187
  • Furu­gerði (Álm­gerði - Furu­gerði nr. 7)
  • Gamla Hring­braut (Vatns­mýr­ar­veg­ur - Lauf­ás­veg­ur)
  • Golf­skála­veg­ur
  • Græn­lands­leið
  • Gvend­ar­geisli
  • Helgu­grund nr. 1-10
  • Hellu­sund
  • Hest­húsa­veg­ur (Víðidal­ur)
  • Hofs­grund
  • Hóla­stekk­ur (Hamra­stekk­ur)
  • Hverf­is­gata (Frakka­stíg­ur - Vita­stíg­ur)
  • Hverf­is­gata (Ing­ólfs­stræti - Smiðju­stíg­ur)
  • Hverf­is­gata (Vatns­stíg­ur - Frakka­stíg­ur)
  • Hverf­is­gata (Klapp­ar­stíg­ur - Vatns­stíg­ur)
  • Jaðarsel (Kög­ur­sel - Klyfja­sel)
  • Jaðarsel (Kamba­sel - Útvarps­stöðvarveg­ur)
  • Jörfa­grund nr. 1-14
  • Klukk­urimi (Lang­irimi - inn í enda)
  • Kor­p­úlfsstaðaveg­ur (Vík­ur­veg­ur - Garðastaðir)
  • Kringl­an hring­ur (Ramp­ur að Mikla­braut - suður að hraðahindr­un)
  • Langa­gerði nr. 30-46
  • Langa­gerði nr. 94-112
  • Laug­ar­nes­veg­ur (Kirkju­sand­ur - Klepps­veg­ur)
  • Lauga­teig­ur (Gull­teig­ur - Reykja­veg­ur)
  • Lind­ar­vað (Bugða - inn í enda)
  • Ljár­skóg­ar (10-16, 1-7, 2-8, 9-15)
  • Loga­fold (116-122, 55-75)
  • Mosa­veg­ur (Skóla­veg­ur - að þreng­ingu)
  • Móa­veg­ur (Vætt­ar­borg­ir - inn í enda)
  • Naut­hóls­veg­ur (Naut­hóls­vík - inn í botn)
  • Norðlinga­braut (Árvað - Hellu­vað)
  • st. 3 - 690 Norður­fell (Vest­ur­berg - Eddu­fell)
  • Of­an­leiti (Efsta­leiti - Neðstaleiti)
  • Raf­stöðvarveg­ur (rampi frá Vest­ur­lands­vegi - Raf­stöðvarveg­ur nr. 1)
  • Rauðalæk­ur (Bugðulæk­ur - Dal­braut ) st. 245 – 558
  • Reykja­veg­ur - hring­torg við Engja­veg / Sig­tún
  • Reykja­veg­ur (Sund­lauga­veg­ur - Kirkju­teig­ur)
  • Reykja­veg­ur við Laug­ar­dalsvöll
  • Rofa­bær/​Sel­ás­braut (Fylk­is­veg­ur - Hrauns­ás)
  • Skeiðar­vog­ur (Mörk­in - Suður­lands­braut)
  • Skild­inga­tangi (Skild­inga­nes - inn í botn)
  • Skóla­brú, (Lækj­ar­gata - Kirkju­torg ) st. 16 – 46
  • Soga­veg­ur (Soga­veg­ur nr. 164 - Tungu­veg­ur)
  • Soga­veg­ur (Tungu­veg­ur - Soga­veg­ur nr. 224)
  • Spöng­in (hring­torg við Mosa­veg)
  • Stang­ar­holt nr. 3-9
  • Steina­gerði (Breiðagerði - inn í enda)
  • Stekkj­ar­bakki til Breiðholts­braut­ar (Arn­ar­bakki - Breiðholts­braut)
  • Stóra­gerði (Brekku­gerði - Álm­gerði)
  • Strýtu­sel (10-22, 1-7, 2-8, 9-15)
  • Suður­gata (Brynj­ólfs­gata - Hring­braut
  • Suður­gata (Hjarðar­hagi - Brynj­ólfs­gata)
  • Suður­lands­braut (Reykja­veg­ur - Kringlu­mýr­ar­braut)
  • Suður­lands­braut (Kringlu­mýr­ar­braut - Hall­ar­múli)
  • Sæ­braut (gatna­móta­svæðið við Faxa­götu og ak­rein til vest­urs að Hörpu)
  • Sæv­ar­höfði, rampi frá Gull­in­brú
  • Teiga­gerði (Breiðagerði - inn í enda)
  • Tún­gata
  • Urðarbrunn­ur (Skyggn­is­braut - Úlfars­braut)
  • Vest­ur­gata
  • Vest­ur­hól­ar (Hauks­hól­ar - Norður­hól­ar)
  • Viðarrimi nr. 29-65
  • Von­ar­stræti (Lækj­ar­gata - Tjarn­ar­gata)
  • Þöngla­bakki (Stekkj­ar­bakki - bíla­kjall­ara)
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert