Erfiðasta sem ég hef gert

Helga Guðný fann sína köllun þegar hún kynntist barre. Hún …
Helga Guðný fann sína köllun þegar hún kynntist barre. Hún rekur nú NúnaCo, barre-stúdíó, úti á Granda. Ljósmyndir/Ingólfur Guðmundsson

Á Rán­ar­göt­unni býr Helga Guðný ásamt eig­in­manni og þrem­ur af fjór­um son­um. Hún er aldrei þessu vant heima með þeim yngsta, enda vetr­ar­frí í skól­um þegar blaðamann ber að garði. Helga Guðný býður upp á kaffi og súkkulaðihjúpað mangó og seg­ir frá bar­re-æv­in­týr­inu mikla, en fyr­ir til­vilj­un endaði hún, graf­ísk­ur hönnuður, með brenn­andi ástríðu fyr­ir þess­ari sér­stöku lík­ams­rækt.

Að hlusta á lík­amann

Hvað er bar­re?

„Í grunn­inn er bar­re sam­bland af pila­tes, jóga og styrktaræf­ing­um sem við ger­um bæði í miðjum sal og eins upp við ball­ett­stöng sem við nýt­um sem jafn­væg­isslá,“ seg­ir Helga Guðný og út­skýr­ir að æf­ing­arn­ar hafi í upp­hafi verið hannaðar fyr­ir balle­rínu sem meidd­ist í baki og þurfti á end­ur­hæf­ingu að halda.

Barre nýtur sífellt meiri vinsælda. Það er erfiðara en það …
Bar­re nýt­ur sí­fellt meiri vin­sælda. Það er erfiðara en það lít­ur út fyr­ir að vera!

„Við erum alltaf að vinna í réttri stöðu lík­am­ans, und­ir góðri leiðsögn. Við snert­um fólk og leiðrétt­um í tím­an­um, þannig að þú fáir til­finn­ing­una fyr­ir til dæm­is réttri mjaðmastöðu eða hvernig á að ná slök­un í öxl­um. Við vilj­um ná fram slöku ástandi í lík­am­an­um til að geta unnið djúpt inn í vöðva,“ seg­ir Helga Guðný, en unnið er með lít­il og létt lóð og hver og einn vinn­ur á sínu getu­stigi.

„Við skipt­um tím­an­um upp í nokkr­ar æf­ing­ar en þær flæða sam­an þannig að fólk held­ur brennslu­stig­inu gang­andi og á sama tíma lær­ist að færa sig á milli æf­inga á góðan hátt. Þetta snýst um að hlusta á lík­amann,“ seg­ir Helga Guðný og nefn­ir að önd­un skipti miklu máli í bar­re.

„Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert og það er mjög auðmýkj­andi að koma í sinn fyrsta bar­re-tíma,“ seg­ir Helga Guðný og bros­ir.

„Ég náði þarna ein­hverri innri teng­ingu sem varð til þess að ég heillaðist svona rosa­lega,“ seg­ir Helga Guðný, en hún kynnt­ist bar­re í Kalíforn­íu þar sem fjöl­skyld­an bjó í þrett­án ár. 

Ekki fræðileg­ur mögu­leiki!

Eft­ir að Helga Guðný var orðin heilluð af bar­re í Kalíforn­íu, lét hún til skar­ar skríða og hafði sam­band við höfuðstöðvar bar­re, The Dailey Met­hod, og kynnti sig.

„Ég spurði bara hvort þau vantaði graf­ísk­an hönnuð því mig langaði svo að finna leið til að verða hluti af þessu. Þá kom í ljós að þarna var stelpa að opna stúd­íó ekki langt frá Petaluma þar sem við bjugg­um og ég var sett í sam­band við hana. Við feng­um okk­ur kaffi og ég stakk upp á að ég myndi vinna í mót­tök­unni og hugsaði að ég gæti þá fengið að koma í fría tíma, en ég var enn að fríl­ansa í grafík­inni. Mér fannst það mín leið inn, en þá sagðist hún vera að leita að kenn­ur­um og stakk upp á að ég myndi kenna. Ég var svaraði bara að það væri ekki fræðileg­ur mögu­leiki, en hún vildi endi­lega að við fær­um í tíma sam­an. Eft­ir það vildi hún að ég end­ur­skoðaði þetta til­boð,“ seg­ir Helga Guðný sem endaði á að fara í frek­ari þjálf­un og skuld­batt sig til að vinna í stúd­íó­inu í sex mánuði.

Helga Guðný er grafískur hönnuður en þessa dagana á barre …
Helga Guðný er graf­ísk­ur hönnuður en þessa dag­ana á bar­re hug henn­ar all­an.

„Ég þróaði mig áfram og hún var ótrú­lega góður mentor. Ég fyllt­ist fljótt af ör­yggi þrátt fyr­ir öll mis­tök­in, sem ég lærði svo af.“

Breyt­ing varð svo á vinnu Ing­ólfs og fékk hann vinnu í Los Ang­eles. Þá var bara að pakka bú­slóðinni sam­an og þrem­ur börn­um og flytja enn á ný.

Svo skell­ur covid á

Í Los Ang­eles tók við leit­in að næsta bar­re-stúd­íói því að það varð ekk­ert aft­ur snúið hjá Helgu Guðnýju. Það fannst og fljót­lega var hún far­in að kenna. Áður en varði var henni boðið að kaupa hlut í stúd­íó­inu en arf­ur sem hjón­un­um tæmd­ist á þess­um tíma kom sér vel.

„Við stukk­um á þessa fjár­fest­ingu sem eft­ir á að hyggja var kannski gal­in því við viss­um ekk­ert hvað við yrðum lengi þarna. En ég vissi alltaf að þetta væri það sem ég átti að vera að gera,“ seg­ir hún, en hún átti helm­ing í þessu stúd­íói í um þrjú ár.

„Þá var ég orðin ófrísk og var reynd­ar líka búin að opna búð í LA,“ seg­ir Helga Guðný, en fjórði son­ur­inn kom í heim­inn og ákváðu þær stöll­ur að selja rekst­ur­inn. Helga Guðný var þó far­in að kenna aft­ur hálfu ári síðar og tók þá aðra bar­re-gráðu.

Stundum eru boltar eða létt lóð notuð í tímunum.
Stund­um eru bolt­ar eða létt lóð notuð í tím­un­um.

„Það var gam­an að taka nýtt nám og vera að kenna og áður en ég vissi af var ég far­in að stýra þessu stúd­íói,“ seg­ir hún og hlær.

„Ég bætti líka við mig jóga­kenn­ara­námi en ég var þá líka far­in að kenna kon­um að verða bar­re-kenn­ar­ar. En svo bara skell­ur covid á.“

Að breiða út boðskap

Fjöl­skyld­an flutti heim, og ekki gat Helga Guðný haldið sig lengi frá bar­re eft­ir heim­kom­una. Hún byrjaði á að vera með nám­skeið hjá Hreyf­ingu tvisvar í viku.

„Ég fann fljótt að þetta lík­ams­rækt­ar­and­rúms­loft hentaði mér ekki eft­ir að hafa lært inn á þenn­an „bout­ique-fit­n­ess“-heim þar sem er per­sónu­legri nálg­un. Ég talaði við konu frænda míns, sem hafði ýtt á mig að kynna fyr­ir sér bar­re, og sagði við hana að ef hún fyndi fyr­ir mig fimmtán kon­ur skyldi ég finna sal. Og þannig varð NúnaCo. til,“ seg­ir hún.

„Ég byrjaði með tíma þris­var í viku en svo komu fleiri hóp­ar og þetta óx,“ seg­ir Helga Guðný, en stöðin henn­ar flutti svo ári síðar, árið 2022, í nú­ver­andi stúd­íó úti á Granda.

„Mig langar mikið til að breiða út þennan „boutique fitness“-boðskap,“ …
„Mig lang­ar mikið til að breiða út þenn­an „bout­ique fit­n­ess“-boðskap,“ seg­ir Helga Guðný.

„Ég náði strax að búa til þá stemn­ingu sem mig langaði til að hafa. Ég þekki all­ar kon­urn­ar mín­ar með nafni og þær eru bún­ar að kynn­ast. Það er ótrú­lega skemmti­legt. Ég er að búa til upp­lif­un,“ seg­ir Helga Guðný, en auk þess að reka NúnaCo. og kenna þar, tek­ur hún einnig kon­ur í kenn­ara­nám. Helga Guðný bjó til sitt eigið nám sem er það fyrsta utan Banda­ríkj­anna sem hef­ur verið samþykkt af Bar­re Fit­n­ess Alli­ance.

„Mig lang­ar mikið til að breiða út þenn­an „bout­ique fit­n­ess“-boðskap. Í okk­ar tím­um er ólgu­sjór af orku og þegar ég horfi yfir hóp­inn fyll­ist hjartað mitt af gleði.“

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert