Felldu tillögu um kauprétt leigjenda

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eyþór

Meiri­hlut­inn í borg­ar­stjórn felldi á þriðju­dag til­lögu Ragn­hild­ar Öldu Vil­hjálms­dótt­ur borg­ar­full­trúa um að leigj­end­ur hjá Fé­lags­bú­stöðum fengju rétt til að kaupa íbúðirn­ar sem þeir búa í.

Ragn­hild­ur sagði við Morg­un­blaðið fyr­ir borg­ar­stjórn­ar­fund­inn að hún væri bjart­sýn á að til­lag­an feng­ist samþykkt þar sem hún leysti bæði vanda Fé­lags­bú­staða og ekki síður þeirra sem leigja þar og eru fast­ir á leigu­markaði.

Kerfið held­ur þeim föst­um

„Ég vonaðist til að meiri­hlut­inn sæi ljósið og samþykkti til­lög­una. Í dag er eng­in leið fyr­ir leigj­end­ur Fé­lags­bú­staða til að eign­ast íbúðirn­ar sín­ar. Kerfið held­ur þeim föst­um í lang­tíma­leigu á meðan þeir sem kom­ast inn á fast­eigna­markaðinn geta byggt upp eigið fé. Þetta þýðir að eigna­mynd­un verður ein­ung­is for­rétt­indi þeirra sem hafa aðgang að eigna­markaði, en þeir sem þurfa á fé­lags­legu hús­næði að halda eru lokaðir inni í kerfi þar sem eign­astaða þeirra batn­ar aldrei.“

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert