Foreldrar í Breiðholti taka málin í sínar hendur

Hátt í 20 foreldrar mættu í röltið í gær, sem …
Hátt í 20 foreldrar mættu í röltið í gær, sem gekk vel að sögn Atla. mbl.is/Eyþór Árnason

„Við ætl­um ekk­ert að hanga utan í krökk­un­um eins og við séum ör­ygg­is­gæsla, held­ur ætl­um við frek­ar að reyna að nálg­ast þau og spjalla við þau og hafa gam­an. Reyna að beina þeim í þá átt að eiga í eðli­leg­um sam­skipt­um,“ seg­ir Atli Ástgeir Arn­ars­son, forsprakki for­eldrarölt­hóps í Neðra-Breiðholti.

Hóp­ur­inn rölti sinn fyrsta hring um hverfið í gær, en upp­hafs­dag­ur­inn var eng­inn til­vilj­un því ball var í Breiðholts­skóla í gær­kvöldi og mikið um að vera.

Mark­miðið með rölt­inu er að for­eldr­ar séu sýni­leg­ir í hverf­inu og börn geti leitað í ör­yggi ef þeim finnst þeim ógnað. Hann von­ar að þannig megi að ein­hverju leyti sporna gegn of­beld­is­hegðun barna og ung­linga í Bakka­hverf­inu.

Markmið er að fullorðnir séu sýnilegir í hverfinu.
Mark­mið er að full­orðnir séu sýni­leg­ir í hverf­inu. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Ástandið al­var­legra upp á síðkastið

Líkt og Morg­un­blaðið og mbl.is hef­ur fjallað um hef­ur of­beld­is­vandi þrif­ist í ár­gangi á miðstigi í Breiðholts­skóla og hef­ur of­beldið einnig teygt sig út fyr­ir skól­ann. Hef­ur ástandið verið svo slæmt að börn hafa ekki þorað í skól­ann og jafn­vel ekki út að leika sér. Þá hafa ein­hver börn skipt um skóla og fjöl­skyld­ur flutt úr hverf­inu.

Atli seg­ir ástandið aug­ljós­lega al­var­legra upp á síðkastið en oft áður og því hafi hann ákveðið að hafa frum­kvæði að því að stofna hóp for­eldra sem vilja rölta um hverfið. Mik­ill áhugi hafi verið á því og marg­ir viljað taka þátt. 

Hátt í tutt­ugu for­eldr­ar mættu í fyrsta röltið í gær og skiptu þeir sér niður í þrjá hópa. Atli seg­ir allt hafa gengið vel og þeim hafi verið vel tekið.

mbl.is/​Eyþór Árna­son

Ork­an nýt­ist best inni í hverf­inu

Sjálf­ur á hann dótt­ur í þriðja bekk í Breiðholts­skóla sem bet­ur fer hef­ur hvorki orðið fyr­ir of­beldi né áreiti í skól­an­um eða utan hans.

„En ef það er ekki reynt að gera eitt­hvað rót­tækt núna, til að hafa hem­il á þessu eða hafa ein­hver áhrif á að það verði eitt­hvað gert í þessu, þá munu yngri ár­gang­ar fyrr en síðar lenda í ein­hverju svipuðu.“

Atli seg­ir það mik­inn mis­skiln­ing að ekk­ert sé verið að gera til að reyna að sporna við of­beldi. Starfs­fólk frá fé­lags­miðstöðinni Bakk­an­um í Breiðholts­skóla sé til dæm­is oft niðri í Mjódd, þar sem krakk­arn­ir safn­ast gjarn­an sam­an, sem og Flot­inn, flakk­andi fé­lags­miðstöð. Þá sé líka verið að vinna í mál­um inn­an skól­ans.

„Okk­ar orka nýt­ist því best inni í hverf­inu, í kring­um Breiðholts­skóla og því svæði. Bakk­arn­ir eru frek­ar þétt svæði þannig það er frek­ar auðvelt að rölta þar um,“ út­skýr­ir hann.

Ball var í Breiðholtsskóla í gærkvöldi og mikið um að …
Ball var í Breiðholts­skóla í gær­kvöldi og mikið um að vera. mbl.is/​Eyþór Árna­son

„Fullt af fleiri vit­leys­ing­um“

Hann seg­ir til­gang­inn með for­eldrarölt­inu ekki vera að vakta ein­hvern ákveðinn hóp, held­ur snú­ist þetta um að full­orðnir séu sýni­leg­ir í hverf­inu og að börn­in geti gengið að þeim vís­um. At­hygl­in mun því ekki bein­ast sér­stak­lega að þeim hópi barna á miðstigi í Breiðholts­skóla sem fjallað hef­ur verið um að hafi beitt sam­nem­end­ur sína of­beldi árum sam­an.

„Það er fullt af fleiri vit­leys­ing­um að gera ein­hverja vit­leysu niðri í Bökk­um,“ seg­ir Atli.

Hann hef­ur verið í sam­bandi við sam­fé­lagslög­regl­una og er lög­regl­an meðvituð um áform for­eldr­anna, einnig formaður for­eldra­fé­lags Breiðholts­skóla og fé­lags­miðstöðin Bakk­inn.

„Við ætl­um að reyna okk­ar besta í að vera sýni­leg. Það er líka gott að þeir krakk­ar sem eru lík­legri til verða fyr­ir barðinu á ein­hverj­um, viti sirka hvenær og hvar við erum, þá hafa þau ör­ugg­an stað að fara á,“ seg­ir Atli.

„Ef eitt­hvað al­var­legt er að ger­ast þá, sem við get­um ekki með orðum róað niður, þá hringj­um við í lög­regl­una. En það verður ekki gert fyr­ir fram­an þau eins og við séum að hóta þeim,“ bæt­ir hann við.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert