Heiða Björg: Nýja verkefnið stærra og mikilvægara

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri og fráfarandi formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri og fráfarandi formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. mbl.is/Karítas

„Ég held að við verðum alltaf að muna að það er val hvers sveit­ar­fé­lags að vera í sam­band­inu. Það er ekki laga­leg skylda sveit­ar­fé­lag­anna að vera í sam­band­inu. Og það eru ekki einu sinni öll sveit­ar­fé­lög í sam­band­inu,“ sagði Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir, borg­ar­stjóri og frá­far­andi formaður Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, er hún setti landsþing sam­bands­ins í dag.

„En okk­ur finnst það mik­il­vægt af því að okk­ur finnst þessi vett­vang­ur okk­ar mik­il­væg­ur,“ sagði hún jafn­framt og bætti við að hún hefði eytt dýr­mæt­um tíma í að vinna að framþróun sam­bands­ins.

„Örvæntið ekki“

„Það var stórt skref fyr­ir mig að verða fyrsti formaður­inn sem var kos­inn beinni kosn­ingu. Ég hef nýtt þetta lýðræðis­lega umboð sem þið gáfuð mér. Það hef­ur verið ótrú­lega gef­andi, anna­samt, skemmti­legt. Nú hef­ur borg­ar­stjórn hins veg­ar kosið mig í annað verk­efni. Það lýðræðis­lega umboð sem ég hef fengið að vera borg­ar­stjóri er stærra og mik­il­væg­ara þar sem það eru Reyk­vík­ing­ar sem jú kjósa mig til starfa, fyrst og fremst. Þannig að ég hef boðað það að ég muni segja mig frá stjórn­ar­setu í lok þessa þings. Og takið eft­ir því að ég er að boða aðra ræðu í lok þings­ins, þannig að ör­væntið ekki,“ sagði Heiða Björg er hún setti þingið form­lega.

Nán­ar um þingið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert