Hitafundur í Grafarvogi

Frá fundinum í kvöld.
Frá fundinum í kvöld. mbl.is/Eyþór

„Það var hald­inn kynn­ing­ar­fund­ur um mál sem borg­ar­yf­ir­völd fengu mjög skýr skila­boð um frá íbú­um fyr­ir jól­in, ein­hver hjá borg­inni fékk þá hug­mynd að byggja á grænu svæðunum í Grafar­vogi,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór Þórðar­son þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins um íbúa­fund sem hald­inn var í Grafar­vogi í kvöld um skipu­lags­mál.

Til­lög­urn­ar sem rædd­ar voru á fund­in­um seg­ir Guðlaug­ur hafa verið sömu til­lög­ur og kynnt­ar voru í fyrra með „smá snur­fusi“.

Gríðarleg­ur fjöldi

„Það var gríðarleg­ur fjöldi sem mætti á fund­inn til að mót­mæla þess­um til­lög­um. Fólk átti að horfa á ein­hverja skjái og tala við starfs­menn borg­ar­inn­ar um hvert svæði fyr­ir sig og það var eng­inn stemmn­ing fyr­ir því. Það voru þrír fylgj­andi þessu aðrir voru á móti og all­ir mætt­ir til að mót­mæla þessu,“ seg­ir Guðlaug­ur.

Guðlaugur segir mikinn hita hafa verið í fundargestum.
Guðlaug­ur seg­ir mik­inn hita hafa verið í fund­ar­gest­um. mbl.is/​Eyþór

Hann seg­ir skila­boðin hafa verið mjög skýr, jafn skýr og þau voru fyr­ir jól. „Fólk flutti í Grafar­vog­inn af ástæðu, það býr ekki í Grafar­vogi af neinni neyð, þetta er val og því fylgja mik­il lífs­gæði, þetta var kynnt sem full­byggt svæði. Það eru köld skila­boð fram­an í alla íbúa hverf­is­ins þegar menn ganga fram með þess­um hætti. Fólk vill hafa grænu svæðin áfram græn,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór Þórðar­son.

Guðlaugur segir þrjá hafa verið fylgjandi tillögunum, aðrir hafi verið …
Guðlaug­ur seg­ir þrjá hafa verið fylgj­andi til­lög­un­um, aðrir hafi verið mót­falln­ir. mbl.is/​Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert