Jón kjörinn formaður og Margrét varaformaður

Ný forysta sambandsins.
Ný forysta sambandsins. Samsett mynd

Jón Björn Há­kon­ar­son hef­ur verið kjör­inn formaður Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga (SÍS) og tek­ur hann við af Heiðu Björgu Hilm­ars­dótt­ur sem sagði af sér. Mar­grét Sand­ers hef­ur verið kjör­in vara­formaður. 

Þetta herma heim­ild­ir mbl.is en þetta var ákveðið á stjórn­ar­fundi SÍS sem lauk fyr­ir skömmu.

Jón Björn er Fram­sókn­ar­maður og er for­seti bæj­ar­stjórn­ar í Fjarðabyggð. Á þessu kjör­tíma­bili hef­ur hann verið vara­formaður SÍS.

Mar­grét Sand­ers er í stjórn SÍS og er odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­nes­bæ.

Landsþing í dag

Stjórn SÍS hafði það verk­efni að skipta með sér verk­um inn­an stjórn­ar eft­ir að Heiða sagði af sér. 

Landsþing SÍS fór fram í dag og í kjöl­far þings­ins þá fundaði stjórn­in. Fundi lauk á sjötta tím­an­um í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert