Laun verið hækkuð 250% umfram svigrúm

Fyrirlesarar voru sammála um að ekki væri einfalt að útfæra …
Fyrirlesarar voru sammála um að ekki væri einfalt að útfæra aðferð til að jafna laun skv. 7. gr. samkomulagsins um að jafna launamun á innan við áratug. Samsett mynd

Á 35 árum frá ár­inu 1990 var svig­rúm til að fjór­falda laun hér á landi en á sama tíma voru laun tí­földuð.

Þetta sagði Þor­steinn Víg­lunds­son, for­stjóri Horn­steins og fyrr­ver­andi fé­lags­málaráðherra, í er­indi sínu á mál­stofu um jöfn­un kjara á milli vinnu­markaða í Há­skóla Íslands í dag.

Auk Þor­steins fluttu er­indi á mál­stof­unni; Vil­hjálm­ur Birg­is­son formaður Starfs­greina­sam­bands­ins, Ragn­ar Árna­son for­stöðumaður vinnu­markaðssviðs SA, Helga Þóris­dótt­ir for­stjóri Per­sónu­vernd­ar og Kol­brún Hall­dórs­dótt­ir formaður BHM.

Fyr­ir­les­ar­ar voru sam­mála um að ekki væri ein­falt að út­færa aðferð til að jafna laun skv. 7. gr. sam­komu­lags­ins frá ár­inu 2016 um að jafna launamun á inn­an við ára­tug.

Launa­hækk­an­ir fylgi fram­leiðniaukn­ingu

Sagði Þor­steinn svig­rúm til launa­hækk­ana vera fram­leiðniaukn­ingu vinnu­markaðar­ins að viðbættri verðbólgu.

Launa­hækk­an­ir um­fram það svig­rúm sagði hann að birt­ist í auk­inni verðbólgu sem éti launa­hækk­an­irn­ar upp en ef launa­hækk­an­ir væru inn­an svig­rúms­ins héld­ist kaup­mátt­ar­aukn­ing í hend­ur við fram­leiðniaukn­ingu sem hef­ur verið um 1,5%.

Þor­steinn sagði nor­ræna vinnu­markaðinn ekki full­kom­inn en að hann semji meira og minna inn­an þessa svig­rúms og benti hann á að þar hafi tek­ist, við ólík­ar aðstæður, að skapa meiri stöðug­leika verðbólgu og vaxta.

Í er­indi sínu nefndi ráðherr­ann fyrr­ver­andi að op­in­beri vinnu­markaður­inn leiði launa­hækk­an­ir hér á landi en eðli­legra væri að því væri öf­ugt farið. 

Starfs­menn á op­in­bera markaðnum njóti þá einnig rík­ari rétt­inda á borð við upp­sagn­ar­vernd­ar, veik­inda­rétt­ar, or­lofs og stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar en samt sem áður sé verk­falls­tíðni op­in­bera markaðar­ins mun hærri en hins al­menna.

152 þúsund króna mun­ur á heild­ar­laun­um

Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Starfs­greina­sam­bands­ins, benti í sínu er­indi á skert­an hlut lág­tekju­fólks, þar tók hann út fyr­ir sviga verka­fólk á al­menn­um vinnu­markaði.

Sagði hann mis­mun heild­ar­launa þegar tekið væri til­lit til vinnu­skyldu vera um það bil 152 þúsund á milli ófag­lærðra á op­in­ber­um markaði og al­menn­um markaði.

Vil­hjálm­ur minnt­ist einnig á upp­sagna­vernd og nefn­ir sem dæmi að fáir eða eng­inn hafi misst vinn­una í Covid á op­in­bera markaðnum en á sama tíma hafi um 20-25 þúsund manns misst vinn­una á al­menna markaðnum.

Þá sagði hann lægstu laun hafa hækkað um 96% frá ár­inu 2015 en á sama tíma hafi launa­vísi­tal­an hækkað um 109%.

Al­mennt um launa­hækk­an­ir sagði verka­lýðsleiðtog­inn að vaxta­hækk­an­ir kosti miklu meira en launa­hækk­an­ir og vext­ina fara beint út í verðlagið og það borgi fólkið í land­inu.

Skort­ur á upp­lýs­ing­um

Ragn­ar Árna­son, for­stöðumaður vinnu­markaðssviðs hjá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins, gerði upp­lýs­ing­ar um vinnu­markaðinn að um­tals­efni sínu.

Sagðist Ragn­ar velta fyr­ir sér hvort hægt sé að bera sam­an laun þegar ekki all­ar upp­lýs­ing­ar liggi fyr­ir. Nefndi hann vinnu­tíma stjórn­enda sem dæmi en þeir vinni ekki eft­ir stimp­il­klukku.

Hann spurði hvaða hópa væri eðli­legt að bera sam­an og spurði hvort all­ar upp­lýs­ing­ar sem liggja að baki laun­um þeirra hópa liggi fyr­ir.

Þá minnt­ist Ragn­ar laus­lega á ákveðin rétt­indi sem al­menni markaður­inn eigi oft erfitt með að bjóða sínu starfs­fólki. Nefndi hann minnstu fyr­ir­tæk­in sem dæmi og að þau geti átt í mikl­um erfiðleik­um með að mæta veik­inda­rétti og að bjóða starfs­fólki upp á náms­leyfi.

Annað um­hverfi

Helga Þóris­dótt­ir, for­stjóri Per­sónu­vernd­ar, benti á mun­inn á um­hverfi starfs­fólks á al­menn­um og op­in­ber­um vinnu­markaði.

Á al­menn­um vinnu­markaði byggi starfs­fólk og at­vinnu­rek­end­ur við um­hverfi einka­rétt­ar og þar væri samn­ings­frelsi meira.

Á meðan á op­in­ber­um vinnu­markaði byggi starfs­fólk og at­vinnu­rek­end­ur við um­hverfi rík­is­rétt­ar og þar gildi regl­ur stjórn­skip­un­ar­rétt­ar og stjórn­sýslu­rétt­ar.

Helga vill meina að starfs­fólk á op­in­bera markaðnum sæti stund­um ósann­gjarnri gagn­rýni og kallaði hún eft­ir umb­urðarlyndi í umræðunni.

Atvinnurekendur í Borgartúni eru ýmist opinberir eða einkaaðilar.
At­vinnu­rek­end­ur í Borg­ar­túni eru ým­ist op­in­ber­ir eða einkaaðilar. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Vinnu­markaður­inn ekki svart­ur og hvít­ur

Kol­brún Hall­dórs­dótt­ir, formaður BHM, benti í er­indi sínu á og varaði við þeirri miklu skaut­un sem end­ur­spegl­ast í umræðunni um vinnu­markaðinn og jöfn­un kjara á milli markaða.

Sagði hún aldrei hægt að segja að vinnu­markaður­inn sé svart­ur og hvít­ur og hvatti viðstadda til að leyfa sér að geta talað um þá dína­mík sem sé á vinnu­markaði.

Hún minnt­ist á hópa sem ekki eru alltaf í umræðunni um að jafna kjör. Þá sem vinna hjá op­in­ber­um hluta­fé­lög­um, þá sem vinna sjálf­stætt á eig­in kenni­tölu og þá sem lifa á fjár­magn­s­tekj­um og greiða ekki út­svar.

Kol­brún ræddi launa­spönn og sagði að sama svig­rúm þyrfti að vera hér á landi og á öðrum Norður­lönd­um þegar kem­ur að spönn launa.

Þá tók hún und­ir mik­inn skort á gögn­um og minnt­ist til að mynda á svo­kallað ævi­tekju­lík­an sem sé ekki til staðar.

Kol­brún sagði að í sín­um huga væri mjög erfitt að finna aðferð til að jafna laun skv. 7. gr. sam­komu­lags­ins um að jafna launamun á inn­an við ára­tug.

Kvatti hún þó viðstadda til að halda áfram að ræða mál­in og sagði alla þurfa að vinna sam­an enda væru all­ir á sama báti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert