Sigurður Ingi æstur: Hvert er þessi þingsalur að fara?

Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sigurður Ingi Jóhannsson. mbl.is/Eyþór

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, þingmaður Fram­sókn­ar og formaður flokks­ins, gagn­rýndi frum­varp Þor­bjarg­ar Sig­ríðar Gunn­laugs­dótt­ur dóms­málaráðherra um sýslu­mann harðlega í fyrstu umræðu á Alþingi.

Þor­björg mælti fyr­ir frum­varp­inu í dag en yf­ir­gaf þingsal­inn áður en fyrsta umræða um það var yf­ir­staðin. Hóf Sig­urður Ingi ræðu sína á því að gagn­rýna að ráðherra væri ekki í saln­um við fyrstu umræðu. Ítrekaði hann þá gagn­rýni sína oft í ræðunni og kallaði eft­ir að hún væri lát­in vita að nær­veru henn­ar væri óskað í þingsaln­um.

„Ég sé ekki hæst­virt­an dóms­málaráðherra hér í saln­um og vil ég óska þess að for­seti geri til­raun til þess að tryggja það að ráðherr­ann sé og hlusti á mál okk­ar hér við 1. umræðu eins og rík hefð er fyr­ir í þing­inu, og eig­in­lega virðing við okk­ur í 1. umræðu að geta átt sam­skipti inn beint við ráðherr­ann. Mér finnst það baga­legt að svo sé,“ voru upp­hafs­orð Sig­urðar Inga.

Staðsetn­ing­in ákveðin síðar

Frum­varpið bygg­ir í gróf­um drátt­um á frum­varpi Jóns Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra, en hef­ur Þor­björg þó sett mark sitt á það. Frum­varp Jóns komst ekki í gegn­um þing­flokk Fram­sókn­ar á síðasta kjör­tíma­bili.

Á meðal þeirra breyt­inga sem lagðar eru til í frum­varp­inu er að all­ir starfs­menn sýslu­mann­sembætt­anna, að sýslu­mönn­um und­an­skild­um, til nýs sam­einaðs embætt­is. Á sam­einað embætti að taka til starfa í byrj­un 2026. Þannig á að fækka sýslu­mönn­um úr níu í einn, en starfs­stöðvar verði áfram um allt land. Í frum­varpi Jóns átti sam­einað sýslu­mann­sembætti að vera staðsett á Húsa­vík, en í frum­varpi Þor­bjarg­ar er staðsetn­ing óákveðin. Seg­ir í frum­varp­inu að kveðið verði nán­ar á um nýja „staðsetn­ingu og þjón­ustu­fram­boð starfs­stöðva, fjölda og staðsetn­ingu mill­i­stjórn­enda og eft­ir at­vik­um mis­mun­andi fagsvið.“

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir mælti fyrir frumvarpinu en yfirgaf þingsalinn áður …
Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir mælti fyr­ir frum­varp­inu en yf­ir­gaf þingsal­inn áður en 1. umræða um það hafði farið fram. Það gagn­rýndi Sig­urður Ingi harðlega og ít­rekað í ræðu sinni. Karítas Sveina Guðjóns­dótt­ir

Muni enda í Reykja­vík

Sig­urður Ingi benti á í ræðu sinni að mik­il andstaða hefði verið við frum­varpið sem Jón lagði fram. Það hafi hann, og fleiri þing­menn, heyrt frá sýslu­mönn­um í land­inu og fleir­um. Þá hafi um­sagn­ir um drög­in að frum­varp­inu verið flest­ar hverj­ar nei­kvæðar.

Á meðal þess sem Sig­urður Ingi gagn­rýn­ir í frum­varpi Þor­bjarg­ar er hin óákveðna staðsetn­ing. Reynsl­an sýni að í flest­um til­vik­um fari svo að starfs­stöðvarn­ar endi í Reykja­vík, eða í það minnsta á höfuðborg­ar­svæðinu.

„Þannig að hér geng­ur ráðherr­ann aðeins lengra í þá átt að tryggja með öll­um hætti að verk­efnið fær­ist í borg­ríkið þar sem tveir þriðju þjóðar­inn­ar búa og nú­ver­andi rík­is­stjórn virðist ekki hafa nokkra til­hneig­ingu, ekki nokkra til­hneig­ingu, til þess að sporna við því með því að færa störf með ör­ugg­um hætti út á land. Og þetta er dæmi um það,“ sagði Sig­urður Ingi.

Hver er hagræðing­in?

Hann sagði að það hlyti að eiga vera hlut­verk hverr­ar rík­is­stjórn­ar að byggja upp þjón­ustu rík­is­ins hring­inn í kring­um landið, en ekki halda áfram að draga kraft­ana frá lands­byggðunum til höfuðborg­ar­svæðis­ins.

Sig­urður Ingi benti á að ef frum­varpið yrði að lög­um myndi það hafa mik­il áhrif á þjón­ustu á lands­byggðinni, allt í nafni hagræðing­ar. Spyr hann hver hagræðing­in sé og fyr­ir hvern.

„Það kem­ur ein­fald­lega ekki skýrt fram hver hagræðing­in á að vera. Fyrst um sinn á hagræðing­in að skila því að borga fólki biðlaun og breyt­ing­ar og svo á reynsl­an að koma í ljós hvaða áhrif önn­ur hagræðing skili,“ sagði Sig­urður Ingi.

Á rangri leið

„Mér finnst við á rangri leið og þið heyrið á máli mínu að ég er nokkuð æst­ur yfir þessu vegna þess að mér finnst þetta svo rangt. Þegar eru kom­in tvö frum­vörp, eitt frá hæst­virt­um þing­manni Jóni Gunn­ars­syni og Sjálf­stæðis­flokkn­um um þetta hér og síðan frá rík­is­stjórn­inni, þá velti ég fyr­ir mér: Hvert er þessi þingsal­ur að fara? Er hann al­veg hætt­ur að horfa til þess að verja hags­muni alls Íslands?

Er hann hætt­ur að horfa til þess að það sé nauðsyn­legt að hafa rík­is­vald á átta stöðum á Íslandi til að fólk geti leitað til fólks­ins til þjón­ust­unn­ar sem við segj­um í þess­um sal, að all­ir sitji við sama borð? All­ir eiga að njóta sömu þjón­ustu, all­ir Íslend­ing­ar. Og þegar kem­ur að æðsta emb­ætt­is­manni rík­is­ins þá á að taka hann burt. Það er sagt: Þjón­ust­an verður betri með sta­f­rænni þjón­ustu.“

Sig­urður Ingi spyr hvort ís­lenska ríkið hafi virki­lega ekki efni á því að reka átta starfs­stöðvar sýslu­manns.

Þrumuræða, að eig­in mati

Und­ir lok ræðu sinn­ar klappaði Sig­urður Ingi sér sjálf­ur á bakið fyr­ir ræðuna og ít­rekaði aft­ur að það væri óviðun­andi að Þor­björg Sig­ríður væri ekki í þingsaln­um við fyrstu umræðu um frum­varp henn­ar.

„Nú hef ég haldið hér þrumuræðu, að eig­in mati. Ég sé á þing­mönn­um að þeir eru hálfs­vekkt­ir yfir þessu. Ég bað um að ráðherr­ann væri hérna og ég skil ekki af hverju ráðherr­ann sit­ur ekki hér und­ir 1. umræðu síns máls. Það er hefð hjá okk­ur. Það er mik­il­vægt að ráðherr­ann geti átt hér milliliðalaus sam­skipti. Það gæti t.d. verið að ráðherra myndi vilja svara mér. Hann ger­ir það ekki. Það gæti verið. Ekki ef hann er ekki á staðnum. Jafn­vel þó hann sé ein­hvers staðar að hlusta. Þetta er ekki nógu gott,“ sagði Sig­urður Ingi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert