Telja allt að 37 þúsund vantalda á leigumarkaði

Frá Kópavogi.
Frá Kópavogi. mbl.is/Árni Sæberg

Allt að 37 þúsund full­orðnir ein­stak­ling­ar gætu verið van­tald­ir á leigu­markaði vegna ófull­nægj­andi upp­lýs­inga­gjaf­ar.

Eru það um 29 pró­sent full­orðinna íbúa á Íslandi, í stað 16 pró­senta líkt og kem­ur fram í op­in­ber­um könn­un­um um stöðu á hús­næðismarkaði.

Í mánaðar­skýrslu Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar seg­ir að víðtæk­ar und­anþágur séu á skrán­ing­ar­skyldu leigu­samn­inga. Þá hafi op­in­ber­ar kann­an­ir um bú­setu fólks ekki náð vel til er­lendra leigj­enda.

Hef­ur HMS nú hafið átak í töl­fræðisöfn­un til þess að fá betri mynd af hús­næðisaðstæðum er­lendra íbúa á Íslandi í sam­ræmi við nýtt hlut­verk stofn­un­ar­inn­ar um að halda leigu­skrá.

Er­lend­ir íbú­ar eru ólík­legri en Íslend­ing­ar til að eiga fast­eign hér á landi. Aðeins 14% þeirra eru fast­eigna­eig­end­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert