Umsvif á fasteignamarkaði hafa aukist

Á byggingarmarkaði hafa margar nýjar íbúðir komið á fasteignamarkað á …
Á byggingarmarkaði hafa margar nýjar íbúðir komið á fasteignamarkað á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Í janúar og febrúar komu samtals 585 íbúðir á markað en á sama tíma í fyrra komu 425 nýbyggðar íbúðir á húsnæðismarkaðinn.

Merki eru um að um­svif á fast­eigna­markaði hafið auk­ist á síðustu vik­um en íbúðum sem tekn­ar voru af sölu­skrá fjölgaði hratt í fe­brú­ar.

Þannig voru um helm­ingi fleiri íbúðir tekn­ar af sölu­skrá fyrstu tvo mánuði árs­ins sam­an­borið við sama tíma­bil árin 2022 og 2023.

Fast­eigna­markaður­inn var óvenju virk­ur í janú­ar miðað við þann árs­tíma en rúm­lega 700 kaup­samn­ing­ar voru þing­lýst­ir á lan­inu öllu.

Þetta kem­ur fram í mánaðar­skýrslu Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar.

Auk­in ásókn í óverðtryggð lán

„Á lána­markaði eru vís­bend­ing­ar um aukna ásókn í óverðtryggð lán sam­hliða lægri vöxt­um á slík­um lán­um. Upp­greiðslur heim­ila á slík­um lán­um að frá­dreg­inni nýrri lán­töku námu 6,1 millj­arði króna og hafa þær ekki verið minni frá miðju ári 2023,“ seg­ir í skýrsl­unni.

Þar kem­ur einnig fram að á bygg­inga­markaði hafi marg­ar nýj­ar íbúðir komið á fast­eigna­markað í byrj­un árs. Sam­an­lagt hafi 585 íbúðir komið á markað í janú­ar og fe­brú­ar. Á sama tíma í fyrra var fjöld­inn 425.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert