„Við ætlum ekki að láta valta yfir okkur“

Verktakar klára frágang við húsið eftir að úrskurðarnefnd vísaði stjórnsýslukæru …
Verktakar klára frágang við húsið eftir að úrskurðarnefnd vísaði stjórnsýslukæru Búseta frá. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er bara blekk­ing­ar­leik­ur og verið er að drepa mál­inu á dreif. Bygg­ing­ar­full­trú­inn aft­ur­kallaði bygg­ing­ar­leyfið fyr­ir kjötvinnsl­una sem varð til þess að úr­sk­urðar­nefnd­in vísaði stjórn­sýslukær­unni frá. Á meðan er svo haldið áfram af full­um krafti við að klára húsið.“

Þetta seg­ir Kristján Hálf­dán­ar­son, formaður hús­fé­lags­ins að Árskóg­um 7, sem bar­ist hef­ur fyr­ir því ásamt Bú­seta að fram­kvæmd­in við Álfa­bakka 2 verði stöðvuð.

Fyr­ir­spurn Eigna­byggðar um hvort kjötvinnsl­an í hús­inu eigi að fara í um­hverf­is­mat var kynnt í Skipu­lags­gátt í gær. Íbúar í Árskóg­um hafa fylgst með því að verið sé að klára húsið eft­ir að stjórn­sýslukæru Bú­seta var vísað frá í úr­sk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála.

„Við ætl­um ekki að láta valta yfir okk­ur og telj­um að það sé vís­vit­andi verið að blekkja til að þröngva þessu húsi niður á stað þar sem það á alls ekki heima.“

Hann seg­ir að íbú­arn­ir hafi verið blekkt­ir á öll­um stig­um þess­ar­ar fram­kvæmd­ar.

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nú er unnið að því að ganga frá lóðinni við …
Nú er unnið að því að ganga frá lóðinni við Álfa­bakka 7 að utan. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert