BBC fjallar um mál Ásthildar Lóu

Skjáskot/BBC

Breska rík­is­út­varpið BBC fjall­ar í dag um af­sögn Ásthild­ar Lóu Þórs­dótt­ur sem mennta- og barna­málaráðherra á vef sín­um í dag.

Málið, sem aug­ljós­lega hef­ur vakið mikla at­hygli og um­tal hér­lend­is er því farið að vekja heims­at­hygli.

Áfram á Alþingi

Í um­fjöll­un BBC er málið rakið nokkuð ít­ar­lega eft­ir frétt­um héðan frá Íslandi og þá er tekið fram að ólög­legt sé að hafa sam­ræði við ein­stak­ling und­ir 18 ára aldri.

Kenn­ur­um, leiðbein­end­um, þeim sem sjá fyr­ir fjár­hags­lega eða eru yf­ir­menn barna yngri en 18 ára geti beðið allt að þriggja ára fang­elsis­vist vegna slíks sam­ræðis.

Þá er tekið fram í um­fjöll­un BBC að Ásthild­ur Lóa ætli sér áfram að sitja á Alþingi.

Sag­an berst vest­ur um haf

Banda­ríski miðill­inn New York Post fjall­ar um málið, rek­ur það ágæt­lega og hef­ur um­mæli eft­ir bæði Áshildi Lóu og Kristrúnu Frosta­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra.

Skjá­skot/​New York Post

Í sænsk­um miðlum

Hið sænska Aft­on­bla­det slær frétt­inni einnig upp og er hún í flokki mest lesnu frétta á miðlin­um í dag.

Seg­ir miðill­inn að skandall­inn skeki nú landið.

Skjá­skot/​Aft­on­bla­det
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert