Engin trúverðug svör úr forsætisráðuneytinu

Guðrún Hafsteinsdóttir segir mörgum spurningum ósvarað um mál Ásthildar Lóu.
Guðrún Hafsteinsdóttir segir mörgum spurningum ósvarað um mál Ásthildar Lóu. Samsett mynd

Guðrún Haf­steins­dótt­ir, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir ákvörðun Ásthild­ar Lóu Þórs­dótt­ur, mennta- og barna­málaráðherra, um að segja sig frá ráðherra­embætti rétta. Hins veg­ar veki meðferð trúnaðar­upp­lýs­inga í for­sæt­is­ráðuneyt­inu upp marg­ar spurn­ing­ar.

„Þessi ákvörðun var rétt hjá henni [Ásthildi Lóu] og einnig að gera þetta svona hratt. Mér finnst málið al­var­legt,“ seg­ir Guðrún.

Ekk­ert gert fyrr en fjöl­miðlar höfðu sam­band

Hún seg­ir mörg­um spurn­ing­um ósvarað í mál­inu. Til að mynda hvort Flokk­ur fólks­ins hafi verið meðvitaður um stöðu Ásthild­ar Lóu áður en hún var gerð að ráðherra.

„Það þarf að fara í tíma­lín­una í þessu máli. Mál­inu er hvergi nærri lokið. Það hef­ur komið fram að vika hafi liðið frá því for­sæt­is­ráðherra var upp­lýst­ur um málið og þar til eitt­hvað var gert. Í ljós hef­ur komið að ekk­ert var gert fyrr en fjöl­miðlar hófu að hafa sam­band. Mér finnst það allr­ar rann­sókn­ar virði,“ seg­ir Guðrún.

Eng­in trú­verðug svör hafa borist 

„Svo finnst mér sömu­leiðis eft­ir­tekt­ar­vert að það hafi lekið upp­lýs­ing­ar úr for­sæt­is­ráðuneyt­inu og við vit­um ekki hvernig það gerðist. Borg­ari kem­ur með er­indi í trúnaði til for­sæt­is­ráðherra en svo er ann­ar ráðherra mætt­ur heim til viðkom­andi. Öllu þessu á eft­ir að svara. Enn sem komið er hef­ur ekki verið mik­ill trú­verðug­leiki yfir þeim svör­um sem for­sæt­is­ráðherra hef­ur borið á borð. For­sæt­is­ráðherra er æðsti trúnaðarmaður þjóðar­inn­ar. Mér finnst það mjög al­var­legt ef rof hef­ur orðið á þeim trúnaði,“ seg­ir Guðrún.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert