Hegðun Ásthildar ekki á ábyrgð Kristrúnar

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:58
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:58
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra kveðst ekki finna til ábyrgðar þrátt fyr­ir að aðstoðarmaður henn­ar hafi látið Ásthildi Lóu Þórs­dótt­ur í té nafn kon­unn­ar sem sendi inn er­indi varðandi Ásthildi.

Kon­an sendi skeyti til for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins sem varðaði Ásthildi og bað um fund með Kristrúnu.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá for­sæt­is­ráðuneyt­inu tók kon­an fram að Ásthild­ur mætti sitja fund­inn og aðstoðarmaður Kristrún­ar lét Ásthildi fá nafn kon­unn­ar til að for­vitn­ast um hana.

Kristrún hafnaði á end­an­um fund­ar­beiðni kon­unn­ar.

„Fóru ekki á milli nein­ar viðkvæm­ar trúnaðar­upp­lýs­ing­ar“

Fimm dög­um eft­ir að Ásthild­ur fékk nafn kon­unn­ar frá aðstoðar­manni Kristrún­ar hóf Ásthild­ur að hringja ít­rekað í kon­una, heim­sótti hana, og op­in­beraði loks nafn henn­ar í fjöl­miðlum og tengsl.

Finnið þið til ábyrgðar?

„Það fóru ekki á milli nein­ar viðkvæm­ar trúnaðar­upp­lýs­ing­ar,“ sagði Kristrún.

Þannig að þið finnið ekki til ábyrgðar?

„Það er mjög mik­il­vægt að taka fram að það fóru ekki á milli ráðherra eða aðstoðarmanna mik­il­væg­ar upp­lýs­ing­ar. Það er send inn beiðni um fund þar sem fram kem­ur ...“ sagði Kristrún en blaðamaður benti henni þá á að þær upp­lýs­ing­ar hefðu þegar komið fram.

„Það er ekki á mína ábyrgð“

Var Kristrún því aft­ur spurð hvort að hún fyndi til ábyrgðar vegna þess áreit­is sem kon­an varð fyr­ir af hálfu Ásthild­ar.

„Það er ekki á mína ábyrgð að mennta- og barna­málaráðherra ákveði að fara og ræða með þess­um hætti við viðkom­andi aðila, enda er þetta ekki með minni vitn­eskju.“

Ásthild­ur Lóa sagði af sér embætti barna- og mennta­málaráðherra í gær.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert