Kemur ekki til greina að reka Ásthildi úr flokknum

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra. mbl.is/Eyþór

Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins og fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, seg­ir ekki koma til greina að reka Ásthildi Lóu Þórs­dótt­ur, frá­far­andi mennta- og barna­málaráðherra, úr Flokki fólks­ins. Þetta kom fram á blaðamanna­fundi odd­vita rík­is­stjórn­ar­inn­ar nú fyr­ir skömmu.

Vísaði blaðamaður til þess að áður hefði Flokk­ur fólks­ins rekið fólk úr flokkn­um en Karl Gauti Hjalta­son og Ólaf­ur Ísleifs­son, fyrr­ver­andi þing­menn flokks­ins, voru meðal ann­ars rekn­ir úr hon­um eft­ir Klaust­ur­málið svo­kallaða á sín­um tíma. Spurði blaðamaður hvort það kæmi til greina að reka Ásthildi úr flokkn­um eft­ir að fram kom að hún hafi sofið hjá 15 ára dreng þegar hún var 22 ára og eign­ast barn með hon­um.

Svar Ingu við þess­ari spurn­ingu var hreint og beint „nei“.

Döp­ur yfir því að Ásthild­ur hafi ekki upp­lýst fyrr um málið

Þá var hún einnig spurð út í meint­an tálm­un­ar­hluta máls­ins, en Flokk­ur fólks­ins hef­ur talað fyr­ir að setja jafn­vel lög sem geri tálm­un for­eldra refsi­verða, og hvort Ásthildi væri stætt í flokkn­um vegna stöðunn­ar. Sagðist Inga ekki ætla að setja sig í dóm­ara­sæti og taka ein­staka frá­sagn­ir fram yfir aðra. Sagði hún um ein­hliða skýr­ingu að ræða sem sett hefði verið fram.

Inga viður­kenndi þó að hún væri smá döp­ur að Ásthild­ur hafi ekki upp­lýst hana fyrr um málið, en sagðist skilja vel að hún hafi ekki gert það, enda verið að rífa upp ára­tugagam­alt mál og að hún skildi van­líðan Ásthild­ar vegna þess.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert